
Íþróttafélagið Akur á Akureyri vann Íslandsmeistaratitilinn í berboga meistaraflokki félagsliða á ÍM innandyra 2025 um helgina í Reykjavík.
Meistaraflokks lið Akurs stóð saman af:
- Valgeir Árnason
- Helgi Már Hafþórsson
- Izaar Arnar Þorsteinsson
Akureyringar voru efstir í undankeppni félagsliða á Íslandsmeistarmótinu og slógu Íslandsmetið í félagsliðakeppni með skorið 1469. En metið var áður 1404 stig og BF Boginn í Kópavogi sem átti metið. Kröftugir Akureyringar á uppleið.
BF Boginn í Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil félagsliða 2024 og voru því í titilvörn.
Akureyringar (Akur) mættu Kópavogsbúum (Boginn) í mjög jöfnum gull úrslitaleik Íslandsmeistaramótsins.
(2 stig fyrir að vinna lotu, 1 stig fyrir að jafna liðið sem er fyrr að ná 5 stigum vinnur leikinn, ef leikurinn endar í jafntefli 4-4 er bráðabani sem ræður úrslitum)
Akur tók fyrstu lotu úrslitaleiksins 47-33 og leiddu leikinn 2-0. Boginn tók aðra lotuna 49-48 og jöfnuðu leikinn 2-2. Akureyringar unnu svo þriðju lotuna 44-41 og staðan 4-2 Akureyringum í vil.
Síðasta lotan var mjög jöfn og útlit fyrir að leikurinn gæti endaði í jafntefli og þyrfti bráðabana til að ákvarða Íslandsmeistara félagsliða. En eftir að dómarinn hafði skoðað örvarnar var ljóst að Boginn og Akur jöfnuðu lotuna 45-45 og deildu stigum lotunnar og leikurinn endaði því í sigri Akureyringa 5-3.
Akureyringar tóku því Íslandsmeistaratitil félagsliða 2025 og fyrrum titilhafar og Íslandsmethafar BF Boginn í Kópavogi þurftu að sætta sig við annað sæti.
Samantekt af árangri félagsliðs ÍF Akur á ÍM berboga meistaraflokki:
- Íslandsmeistari – Berboga félagsliðakeppni – ÍF Akur Akureyri
- Valgeir Árnason
- Helgi Már Hafþórsson
- Izaar Arnar Þorsteinsson
- Íslandsmet – ÍF Akur – Berboga félagsliðakeppni meistaraflokkur – 1469 stig (metið var áður 1404 stig)
- Valgeir Árnason
- Helgi Már Hafþórsson
- Izaar Arnar Þorsteinsson
Árangur Akureyringar í einstaklingskeppni á ÍM í berboga meistaraflokki 2025:
- Íslandsmeistari – Berbogi (óháð kyni) – Helgi Már Hafþórsson
- Brons – Berbogi (óháð kyni) – Izaar Arnar Þorsteinsson
- Silfur – Berbogi karla – Helgi Már Hafþórsson
- Brons – Berbogi karla – Izaar Arnar Þorsteinsson
- Silfur – Berboga kvenna – Heike Viktoría Kristínardóttir
- Íslandsmet – Izaar Arnar Þorsteinsson – Berboga karla meistaraflokkur – 510 stig (metið var áður 508 stig)
ÍM í berboga og langboga var haldið í Bogfimisetrinu sunnudaginn 13 apríl 2025.
Keppt er um fjóra Íslandsmeistaratitla í hverri íþróttagrein (bogaflokki)
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=kP_VWnYiXOk
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=9LYdPXf_IrU
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21365
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/
- Frekari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: