Baldur Freyr Árnason úr BF Boganum í Kópavogi var valinn íþróttamaður ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.
Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur er tilnefndur íþróttamaður ársins frá BFSÍ og hann er næst yngsti einstaklingur sem hefur hreppt þann titli aðeins 16 ára gamall.
Baldur vann fyrstu einstaklings brons verðlaun Íslands á EM U21, fyrstu gull verðlaun Íslands í liðakeppni á EM U21, Baldur vann tvo Norðurlandameistaratitla (U21 í einstaklingskeppni og í U21 liðakeppni), hann sló Íslandsmetið í meistaraflokki ásamt mörgu fleiru á árinu.
Mögulegt er að lesa nánar um árangur Baldurs í þessari frétt þar sem hann var valinn maður ársins í sinni keppnisgrein.
Baldur Freyr Árnason berbogamaður ársins 2024 yngstur að ná þeim árangri