Guðbjörg Reynisdóttir íþróttakona ársins 2024

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnafirði var valin íþróttakona ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.

Þetta er í annað sinn sem Guðbjörg er tilnefnd, en hún var einnig valin íþróttakona ársins 2019 þar sem hún keppti m.a. um einstaklings bronsið á EM U21 í víðvangsbogfimi.

Guðbjörg náði hæstu niðurstöðu Íslendinga í einstaklingskeppni á EM í meistaraflokki á árinu. Hún keppti um bronsið í liðakeppni á EM, vann báða Íslandsmeistaratitla kvenna og bætti Íslandsmetið í meistaraflokki á árinu, svo að eitthvað sé nefnt.

Mögulegt er að lesa nánar um árangur Guðbjargar í þessari frétt þar sem hún var valin kona ársins í sinni keppnisgrein.