Sjónvarpsviðtal við Þorstein Halldórsson bogfimikappa einn af aðeins 5 Íslendingum sem vann sæti á Ólympíumót fatlaðra

Þorsteinn Halldórsson Ólympíufari í viðtali við Sjónvarpið ( RÚV) .  Flott viðtal.

DSC_0131-696x464

Paralympics eða Ólympíumót fatlaðra hefst í Ríó í Brasilíu 7. september en þangað sendir Ísland fimm keppendur. Þar mun Ísland í fyrsta sinn eiga keppanda í bogfimi en óheppnin hefur elt hann á röndum í sumar.

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er einn fimm íslenskra keppenda á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Ríó við nákvæmlega sömu aðstæður og keppendur á Ólympíuleikunum njóta eins og venjan er. Það var í júní sl. sem Þorsteinn tryggði sér þátttökurétt á Paralympics í bogfimi, fyrstur Íslendinga.

„Ég var nú einn í Tékklandi þegar þetta gerðist, þannig að það voru svosem ekki margir til að fagna með, en jú jú, þetta var voða gaman á Facebook. Það rigndi inn kveðjum á Facebook og svona, maður var bara að nota símann.“

Óheppnin elti Þorstein

Undirbúningur Þorsteins fyrir Ólympíumótið hefur ekki gengið hnökralaust fyrir sig. „Það vildi nú ekki betur til en svo að æfingafélagi minn keyrði yfir mig á stórum pick-up. Var að bakka inn planið og sá mig ekki og keyrði bara yfir mig og panikkaði svo þannig að hann tók af stað aftur og fór aftur yfir mig tilbaka. Ég var ekkert í allt of góðu formi en ég náði lágmarkinu fyrir Ólympíumótið.“

En Þorsteinn átti enn eftir að lenda í öðru slysi í sumar. „Þegar ég vann þennan miða til Ríó þá var farið að huga að styrkingu, þá fannst mér sniðugt að fara út að hjóla til að grennast og styrkja mig. Það vildi nú ekki betur til en svo að ég datt af hjólinu og braut á mér hnéskelina á vinstri löppinni. Þannig að ég er bara í spelku núna. Ég er búinn að vera heima núna í þrjár vikur meira en minna.

Axlarbrotnaði í fæðingu

Þorsteinn keppir í fötlunarflokki þeirra sem eru með skerta hreyfigetu. „Ég er með skaddaða hægri öxl sem gerðist í fæðingu. Læknirinn togaði það mikið í hægri höndina á mér að öxlin brotnaði. Það var ekkert gert með það þannig að það fór allt vitlaust saman og hún er bara föst.“ segir Þorsteinn sem hefur sett markmiðið á 8 manna úrslit í bogfimi á Ólympíumótinu í Ríó.      13987492_1291422054202877_3143950443792279748_o

Viðtalið sést hérna=