Guðmundur Örn Guðjónsson – Viðtal

Viðtal Dagsins 22.04.2014

1979363_10203553572852568_3122571404730795703_o

Þú heitir?Guðmundur Örn Guðjónsson
Við hvað starfaðu?
Þetta er góð spurning ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér síðustu 5 árin.

Menntun þín?
Mikil, en tengd Bogfimi þá er ég International Coach Level 1, lærði hjá Kisik Lee sem er einn af 3 mönnum í þjálfaranefnd World Archery og Landsdómari lærði í Belgíu hjá Mathias Van Bulck og formanni Belgíska Bogfimisambandsins Ben Van Bulck.
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Bý á Akureyri núna og er upprunalega frá Neskaupstað
Uppáhalds drykkurinn?
Eins og er swiss miss að sjálfsögðu með sykurpúðum en almennt er ég gos maður.
Ertu í sambandi?
Já, við Astrid Daxböck
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Bráðum verða komin 2 ár síðan ég snerti boga fyrst
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Ég er í Bogfimifélaginu Boganum og skipti yfir í að keppa fyrir Bogfimifélagið Álfana á Akureyri þegar þeir eru komnir inn í ÍBA og ÍSÍ, sem ætti að vera á næstu vikum.
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Það er enginn bogi sem ég hef fundið sem mér líkar illa við, örvhenntir, rétthenntir, viður, carbon, ál eða næsta rafmagnsrör mér finnst þeir allir skemmtilegir á sinn veg, sumir til keppni aðrir til skemmtunar.
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Ég er að skjóta mest Sveigboganum mínum þar sem ég er að þróa nýjann skot stíl, Hoyt HPX 27“ bogmiðja með Hoyt formula quatro örmum, sylver line streng og Arc Systeme SX10 sigti. Án efa besti sveigboginn á markaðnum núna og ég var að fá hann og byrja að æfa mig fyrir 4 dögum sem er svolítið stuttur tími en ég hugsa að ég skjóti samt með nýja stílnum á Íslandsmeistaramótinu, ég býst ekki að við að ég skorti hátt miðað við hvað ég er búinn að hafa takmarkaðann tíma til að æfa mig á sveigbogann.
Trissuboginn minn er Hoyt Procomp Elite XL, með Shibuya Ultima 365 Carbon sigti og SF Archery Elite Balanstangir með öllum lóðunum ;), besti trissuboginn á markaðnum núna, maður finnur gífurlegann mun á ódýrari bogunum og dýrari, sérstaklega með trissubogana.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Að keppa með strákunum (Guðjóni Einarssyni og Kristmanni Einarssyni ) á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.
Í sama móti hafði Guðjón uppfært skorið sitt vitlaust á skotmarkinu og hann var 100 stigum lægri en hann átti að vera og ég hallaði mér upp að Kristmanni og sagði „hann á örugglega ekki eftir að taka eftir þessu“ Guðjón tók ekki eftir því og við bentum honum á það, hláturinn var hár, og löbbuðum svo til baka yfir skotlínuna, þá kallar einn dómarinn á okkur með athugasemd, ég hafði gleymt að draga örvarnar mínar úr skotmarkinu og tók ekki eftir því, þannig að ég þurfti að  labba alla leiða að skotmarkinu að sækja örvarnar og hneygði mig svo á miðju skotsvæðinu þar sem allir keppendurnir horfðu á mig og voru að bíða eftir því að næsta umferð byrjaði.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Byrja með bogfimisamband eða leyfa fleirum að koma að störfum núverandi Bogfiminefndarinnar, það er gífurlegt magn af fólki sem vill hjálpa við störf nefndarinnar en bogfiminefndin hefur neitað allri hjálp sem heldur bogfimini svolítið aftur eins og er.
Svo vantar líka betri úti aðstöðu og að styrkja barna og unglingastarfið, en það eru búin að vera ljósárastökk í þróun í báðum þeim atriðum og þau verða líklega komin á fullt skrið á sama tíma á næsta ári.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Sportið er vel auglýst og kynning á bogfimi hefur gengið mjög vel, aðallega út af tilkomu Bogfimisetursins. Fólk hefur verið gífurlega áhugasamt um að koma sportinu áfram bæði hér heima og erlendis. Það er loksins kominn alvöru verslun með búnað á Íslandi og greiður aðgangur að búnaði.
Það sem eru mikilvægustu skrefin í að byrja með nýja íþrótt er nr.1 aðstaða, nr.2 búnaður, nr.3 þekking (á atriðum íþróttarinnar og búnaði),  nr.4 kennsla og þjálfun(eldri sem yngri), nr.5 mótahald og þáttaka í keppnum.

Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég sjálfur, en ég keppi við alla.
Hvert er markmiðið þitt?
Að gera mikið af dóti áður en ég dey.
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Nei, varstu ekki annars að tala um að það vantaði fleiri já og nei spurningar í spurningalistann hehe
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Gangi ykkur vel 😀 og ef ykkur gengur ekki vel þá erum við hérna til að aðstoða.
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Hvaða stjörnumerki ertu í og hvað ertu gamall? (ég er þrítugur sporðdreki)