Valgerður með sterka frammistöðu á Íslandsmeistaramótinu um helgina, efst í undankeppni, Íslandsmeistari í liða og parakeppni, silfur í einstaklingskeppni og þrjú Íslandsmet

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í Bogfimifélaginu Boganum kom sterk inn á Íslandsmeistaramóti í Opnum flokki (fullorðinna) í dag. Valgerður var með hæsta skorið í undankeppni mótsins og var útlit fyrir um tíma að hún gæti náð Íslandsmeti einstaklinga í sveigboga kvenna U21. Valgerður skoraði “personal best” á mótinu í undankeppni með 528 stig.

Valgerður vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í blandaðri liðakeppni (mixed team/parakeppni) með Degi Erni Fannarssyni og tók Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni kvenna ásamt liðsfélögum sínum Höllu Sól Þorbjörnsdóttir og Marín Anítu Hilmarsdóttir. Valgerður sló Íslandsmetin í U21 og opnum flokki í blandaðri liðakeppni ásamt Degi með einu stigi með skorið 1079, en metið var áður 1078 stig sem Oliver og Marín áttu. Stelpurnar tortímdu einnig Íslandsmetinu í félagsliðakeppni í opnum flokki (fullorðinna), en metið var áður 1507 og stelpurnar í liðinu skoruðu 1588!!

Bæði Valgerður og Marín eru áætlaðar til keppni á EM innandyra í Slóveníu í febrúar í U21 flokki (ef Covid leyfir)

Hægt er að sjá gull úrslita leikinn milli Valgerðar og Marínar hér:

Gull úrslita leikur um Íslandsmeistaratitilinn í blandaðri liðakeppni, þar sem tvö efstu liðin væru bæði úr BF Boganum:

Hér er hægt að sjá vinaleik sem settur var upp við liðið sem var í þriðja sæti í blandaðri liðakeppni, Skotfélag Austurlands. Vinaleikurinn taldist ekki til titla og aðeins settur upp til gamans og þar sem tími var til aflögu. Einnig var skortur á starfsfólki til að reka livestream-ið og því var gott að hafa tilraunaleik sem fyrsta leik til að finna út úr vandamálum ef einhver væru (test run):

Íslandsmeistaramót innanhús eru venjulega haldin í febrúar til mars ár hvert. En vegna Covid var ákveðið að fresta mótinu til Nóvember. Þar sem Íslandsmeistaramótinu var frestað var ákveðið að nýta tækifærið og afhenda einnig verðlaun til bogfimifólks ársins á mótinu (verðlaunin eru veitt til besta karls og bestu konu í hverjum bogaflokki (keppnisgrein) á síðasta 12 mánaða tímabil). Það telst frekar undarlegt að næsta Íslandsmeistaramót innanhúss sé aðeins eftir 3 mánuði, en skipulag Íslandsmeistaramóta verður sett í samt lag á næsta ári.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 26-28 nóvember. Eins og í fyrra voru um 40 af bestu keppendum á Íslandi að keppast þar um titla. Óvenju hátt hlutfall yngri keppenda var að keppa í Opnum flokki (fullorðinna) og mikla framför yngri keppenda, en um helmingurinn af titlum og meirihluti verðlaunapeninga fór til einstaklinga sem eru U21 árs gamlir. Sem dæmi í sveigboga kvenna voru allir top 4 keppendurnir U21 árs að aldir og þrjár af þeim voru U18.

Mögulegt er að sjá heildarúrslit mótsins í úrslitakerfinu I@nseo á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7885 og í mótakerfi BFSÍ https://mot.bogfimi.is/Event/Result/2021007

Livestream og önnur myndskeið er hægt að finna á Archery TV Iceland Youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Myndir af mótinu verður hægt að finna hér eftir nokkra daga https://www.facebook.com/archery.is

Fréttir af mótinu er hægt að finna á archery.is