Úrslit/lokakeppni í A landsliðsverkefnum

A landsliðsverkefni í bogfimi eru meðal annars: Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót, Ólympíuleikar, Evrópuleikar og Heimsleikar.

Á árunum 2014-2021 skráði Ísland í A landsliðsverkefni:

  • 57 keppendur til keppni í A landsliðsverkefni á efsta stigi íþróttarinnar.
    • af þeim komust 34 í lokakeppni (útsláttarkeppni)
    • af þeim komst 1 í úrslit (3 til viðbótar voru einum sigri í lokakeppni (útsláttarkeppni) frá því að komast í úrslit)
    • 9 héldu áfram þegar aðrir duttu út, einnig hægt að orða það þannig að 9 voru í top 50% sæta í A landsliðsverkefnum á efsta stigi íþróttarinnar (segir til um getustig keppanda vs erfiðleikastig móts og raunverulegan árangur, útskýrt ítarlega neðar)*
  • 20 lið til keppni í A landsliðsverkefni á efsta stigi íþróttarinnar.
    • af þeim komust 5 lið í lokakeppni (útsláttarkeppni)
    • af þeim komust 2 lið í úrslit
  •  Samtals
    • 39 sinnum í lokakeppni
    • 3 sinnum í úrslit

*Erfiðleikastig á því að komast í lokakeppni A landsliðsverkefnis er mismunandi þar sem þátttaka er mismunandi mikil í hverri íþróttagrein (sveigboga/trissuboga/berboga, innandyra/utandyra/víðavangsbogfimi, karla/kvenna), fyrirkomulag íþróttagreina í bogfimi er mismunandi og fyrirkomulag móta er mismunandi. Þess vegna er sett upp viðbótar viðmiðið að “halda áfram þegar aðrir detta úr keppni” á HM/EM á efsta stigi sem viðmið fyrir raunverulegan árangur/getustig (bye, cut eða unnin útláttur, principið að þú hafir verið að keppa á efsta stigi og haldið áfram á HM/EM á efsta stigi umfram aðra keppendur sem kepptu á efsta stigi, engin tölfræðileg “participation reward” af því að það voru fáir keppendur, bara þar sem einstaklingur er að setja þig á sess meðal þeim bestu á hæsta stigi). Þetta viðmið hefur einnig verið notað síðan 2018 sem 1 af 4 kröfum við val ferli á íþróttafólki ársins í bogfimi (að hafa unnið að lágmarki 2 útslætti í lokakeppni á alþjóðlegu móti, að sitja hjá (BYE) eða vinna sæti á HM/EM þar sem fleiri eru að keppa en komast í lokakeppni (CUT) teljast einnig unnir útslættir). Íþróttafólk ársins í bogfimi er valið byggt á tölfræðilegum útreikningi á getustigi viðkomandi. Viðkomandi keppandi þarf að ná að lágmarki 3 af 4 viðmiðum, valið er á milli þeirra sem ná viðmiðum með útreikningi á tölfræðilegri getu viðkomandi. Tekið er mið af fjölda keppenda á hverjum flokki, sæti í undankeppni og/eða lokasæti sem einstaklingur lenti í og mót eru flokkuð eftir raun erfiðleikastigi móta (sem er aðeins frábrugðið því sem stendur í afreksstefnu BFSÍ þar sem mót sem eru flokkuð sem B eða C í afreksstefnu geta verið á hærra erfiðleikastigi þó að minni áhersla/prestige sé lögð á þau verkefni í afreksstefnu BFSÍ og markmið við val íþróttafólk ársins er að velja bestu einstaklinga miðað við erfiðleikastig móta).

Til að taka dæmi:

  1. keppandi endar eftir undankeppni í 100 sæti af 100 og kemst í lokakeppni HM utandyra (top 104)
  2. keppandi endar eftir undankeppni í 100 sæti af 200 og kemst í lokakeppni HM utandyra (top 104)
  3. keppandi endar eftir undankeppni í 30 sæti af 100 og kemst í lokakeppni EM innandyra (top 32)
  4. keppandi endar eftir undankeppni í 30 sæti af 30 og kemst í lokakeppni EM innandyra (top 32)

Er sanngjarnt að segja að öll þessi dæmi hér fyrir ofan séu sami árangur á HM/EM af því að þeir komust allir í lokakeppni? Ég held að flestir geti verið sammála um það að dæmi 1 og 3 séu góður árangur, semsagt “keppandi hélt áfram þegar aðrir duttu út” principlið. En dæmi 2 og 4 væri í lang flestum tilfellum ekki góður árangur þó að þeir hafi komist áfram eru þeir neðstir af keppendum og er því nánast hægt að tala um þátttökuverðlaun að hafa fengið að taka þátt í lokakeppni HM/EM frekar en byggt á getustigi þeirra vs erfiðleikastig mótsins. Ef dæmi 2 og 4 myndu svo vinna fyrsta útsláttinn í lokakeppni (semsagt héldu áfram þegar aðrir duttu út) væri hægt að segja að það væri sambærilegur árangur og í dæmi 1 og 3 við að komast inn í lokakeppni HM/EM á efsta stigi. Það er jafna sem virkar á efsta stigi íþróttarinnar óháð íþróttagrein/bogaflokk/kyni til að meta hvenær er um að ræða árangur og hvenær þátttöku. Það er ekki hægt að búa til kerfi sem er 100% sanngjarnt í öllum tilfellum í mati á árangri, stundum er meiri árangur metin á sama stigi og minni árangur, en hugtakið “að halda áfram þar sem aðrir detta út” ætti að meðaltali að vera sanngjarnt til mats á raunverulegum árangri.

Við sjáum liðakeppni með aðeins öðruvísi augum þar sem að flest lönd senda ekki lið til keppni á HM/EM nema það sé líklegt til að halda áfram í lokakeppni eða úrslit mótsins og mörg lönd senda ekki lið nema allir þrír einstaklingarnir sem liðið samanstendur af geti unnið til einstaklings verðlauna á HM/EM (þannig að í raun verður liðið til fyrir slysni frekar en sem ákvörðun). Því er erfitt að refsa liðinu fyrir ef að allar þjóðir senda ekki lið á HM/EM. Sem dæmi um þetta er hægt að taka Holland í trissuboga karla á HM innandyra 2016, lágmarksskor til þess að komast í Hollenska liðið fyrir HM 2016 var 597 af 600 mögulegum stigum (óeðlilega hátt viðmið), aðeins 2 náðu viðmiðinu (þeir eru báðir í top 10 á heimslista) og því sendi Holland aðeins 2 keppendur á HM. Margir Hollenskir keppendur voru nálægt skorinu og vel yfir 590 stigum. Top 3 liðin á HM liðakeppni trissuboga karla voru öll með um 591 stig meðaltal, þannig að Holland sendi ekki lið sem hefði hæglega geta unnið heimsmeistaratitil og fleygði í raun heimsmeistaratitli frá sér út af bjöguðu landsliðsvalferli. En við refsum ekki þeim þjóðum sem tóku þátt eða drögum úr þeirra árangri fyrir ákvörðun Hollands, Ítalía eru samt heimsmeistarar þó að Holland hafi ekki mætt til keppni. Þú getur ekki unnið nema taka þátt og með því að mæta ekki forfeit-arðu þínum möguleika til sigurs. Oftast eru það lakari þjóðir sem senda ekki lið á HM/EM þar sem þeir sjá ekki ástæðu til þess að taka þátt þar sem þeir eiga ekki möguleika á sigri. Það væri hægt að segja að það sama ætti við í einstaklings greinum, en þar sem mun fleiri þjóðir senda staka keppendur á HM/EM, fleiri einstaklingar halda áfram í lokakeppni en lið og því þarf að vinna þarf fleiri útslætti í lokakeppni til þess að sigra í einstaklings greinum, væri hægt að segja að þetta sé ágætlega sanngjarnt viðmið fyrir raunverulegan árangur í bogfimi. Annað dæmi úr liðakeppni (ekki af hæsta stigi íþróttarinnar en sem viðmið og áhugavert dæmi) væri Smáþjóðaleikar 2017. Íslenska trissuboga kvenna landsliðið var lang sterkast af GSSE þjóðum og var nánast tryggt að þær myndu taka Gullverðlaunin í liðakeppni fyrir mótið, það sást líka á undankeppni á mótinu (við tókum líka gull og brons í einstaklingskeppni trissuboga kvenna á mótinu). En Lúxemborg vissi að þeir myndu ekki vinna gull og ákváðu þess vegna að senda ekki trissuboga kvenna liðið sitt á smáþjóðaleikana sem orsakaði að aðeins 3 lið voru að keppa og því voru ekki gefin verðlaun fyrir trissuboga kvenna liðakeppni (þar sem það þurftu að vera að lágmarki 4 lið). Íslenska liðinu var í raun refsað fyrir að lakari liðin vildu ekki taka þátt þar sem þau vissu að þau myndu tapa (frekar algengt í okkar íþrótt).

A landsliðsverkefni Keppendur Í lokakeppni Í úrslitum Lið í lokakeppni í úrslitum
Samtals 57 34 1 20 5 2
HM 2021 2 2 0 1 0 0
EM 2021 1 1 0 0 0 0
EM 2021 inni N/A N/A N/A N/A N/A N/A
HM 2019 6 2 0 2 0 0
EL 2019 1 1 1 0 0 0
EM 2019 víðavangi 1 0 0 0 0 0
EM 2019 inni 0 0 0 0 0 0
EM 2018 10 9 0 4 1 0
HM 2017 6 3 0 2 0 0
EM 2017 inni 0 0 0 0 0 0
PL 2016 1 1 0 0 0 0
HM 2016 inni 2 1 0 0 0 0
EM 2016 10 9 0 5 3 1
EL 2015 1 1 0 0 0 0
HM 2015 11 4 0 5 0 0
EM 2015 Inni 0 0 0 0 0 0
HM 2014 inni 5 0 0 1 1 1
EM 2014 0 0 0 0 0 0

Þess má geta að:

  • Allur kostnaður þátttöku í öllum landsliðsverkefnum var 100% á herðum keppenda frá 2014-2020 og því byggðist þátttaka á mótum að miklu á því hvort að Íslenskir keppendur hefðu efni á því að taka þátt í landsliðsverkefnunum. Sem var í mjög mörgum tilfellum ekki á kostnaðarmeiri mótum eins og EM innandyra 2015, 2017 og 2019 (að miklu kostnaðarmeira vegna óheppilegs skipulags og staðsetningu mótana). Það var því mun sjaldnar sem Ísland náði að skipa liði í A landsliðsverkefni á þessum tíma.
  • Covid
    • EM innandyra 2021 var aflýst vegna Covid
    • EM utandyra 2020 var frestað til 2021 vegna Covid
  • Hald HM innandyra var hætt eftir 2018 vegna þess að nánast einungis Evrópuþjóðir tóku þátt í HM innandyra. Hald EM innandyra breyttist í stað þess í árlegan viðburð í stað HM innandyra annað hvert ár sem var hætt að halda.

Til samanburðar um getustig á HM/EM og hækkandi getustig í bogfimi íþróttinni á heimsvísu á hæsta stigi:

HM 2019 í Ólympískum sveigboga karla, 200 keppendur kepptu, 104 halda áfram í lokakeppni og 16 keppendur í úrslit (allar þjóðir í top 16 á HM fá almennt þátttökurétt á Ólympíuleika). Lágmarksskor fyrir Ólympíuleika 2020 var 640 stig. Til að komast í lokakeppni á HM 2019 (top 104 af 200) þurfti að skora 646 stig. Gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum 2008 komst ekki í lokakeppni HM 2019 (132 sæti). Silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum 2016 rétt komst inn í lokakeppni HM 2019 (99 sæti top 104 halda áfram). HM/EM í bogfimi í opnum flokki eru almennt í heild sinni á gífurlega háu erfiðleika/getustigi. En eins og sjá má í töfluni hér fyrir neðan hafa skor á Ólympíuleikum ekki hækkað mikið að meðaltali á um síðustu 30 árum. Það eru bara mun fleiri einstaklingar sem eru á hæsta getustigi í dag en áður. Meðal skor á HM 2019 var af öllum 200 keppendum í karla 645 og 152 keppendum í kvenna 627 stig, sem er nánast sama meðtal og er á Ólympíuleikum. Það er ástæða þess að keppendur tala oft um að mun erfiðara sé að vinna HM en ÓL, þar sem á HM ertu að keppa við 200 af bestu keppendum í heiminum en á ÓL ertu bara að keppa við 64 (tölfræðilega séð ertu líklegri að sigra þar sem 64 keppa en þar sem 200 keppa ef að flestir keppendur eru á sama getustigi.)

Íslandsmet ÓL Lágmark ÓL Meðalskor Evrópumet Heimsmet HM árið fyrir ÓL
Ár Karlar Karlar Karlar Karla Karlar Karlar
Tokyo 2020 630 640 655 698 702 645
Rió 2016 624 630 655 689 699 635
London 2012 N/A 625 661 689 696 612
Peking 2008 N/A 600 651 677 687 N/A
Athena 2004 N/A 0 640 N/A 687 N/A
Sydney 2000 N/A 0 615 N/A N/A N/A
Atlanta 1996 N/A 0 650 N/A N/A N/A
Íslandsmet ÓL Lágmark Konur ÓL Meðalskor Evrópumet Heimsmet HM árið fyrir ÓL
Ár Konur Konur Konur Konur Konur Konur
Tokyo 2020 616 605 638 683 692 627
Rió 2016 513 600 624 679 686 628
London 2012 N/A 600 635 679 682 609
Peking 2008 N/A 590 624 679 682 N/A
Athena 2004 N/A 0 625 N/A 679 N/A
Sydney 2000 N/A 0 623 N/A N/A N/A
Atlanta 1996 N/A 0 618 N/A N/A N/A

N/A þýðir að það á ekki við s.s vegna þess að keppnisfyrirkomulag var með öðrum hætti á þeim tíma á viðkomandi viðburði eða engin gögn eru til eða það vantar tölur.

64 keppa í hvoru kyni á Ólympíuleikum og sigurvegari á Ólympíuleikum einstaklinga byggist að stórum hluta á heppni (eða dagsformi) meira en getustigi, þar sem nánast allir keppendur eru jafnir í getustigi þegar komið er á Ólympíuleika þar sem fáir keppendur eru að keppa og aðeins þeir bestu (enda gífurlega mikið um bráðabana á Ólympíuleikum í lokakeppni). Sem dæmi á Ólympíuleikum í Tokyo 2020 voru verðlaunahafar í 10, 24 og 46 sæti í undankeppni og einstaklingur í 60 sæti í undankeppni komst í úrslit. Aðeins einn af top 9 keppendum úr undankeppni komst í fjórðungsúrslit karla. Í kvenna voru verðlaunahafar í 1, 22 og 23 sæti í undankeppni (en konan sem var efst í undankeppni á ÓL 2020 vann líka leikana sem var óvenjulegt).

Nokkur dæmi úr ýmsum landliðsverkefnum (ekki bara A landsliðsverkefnum) með Íslenskum keppendum til að skýra hugsunina á bakvið “að halda áfram þar sem aðrir detta út” í mismunandi tilfellum og að það sé góður stuðull fyrir viðmið fyrir raunverulegum árangri (getustig vs erfiðleikastig):

HM utandyra 2017 Mexíkó: Trissubogi kvenna, 74 konur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Helga vinnur sinn fyrsta útslátt “heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs. Astrid er slegin út eftir fyrsta útslátt og telst því ekki til árangurs að komast í lokakeppni HM hjá Astrid þar sem allir komust í lokakeppni by default. (Helga endar í 33 sæti af 74 konum). Til að gefa dæmi um styrkleika hér var sterkasta trissuboga kona í sögu íþróttarinnar Sarah Lopez slegin út í sömu umferð.

EM utandyra 2016 Nottingham: Trissubogi karla, 69 karlar eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Guðjón vinnur sinn fyrsta útslátt “heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs. Daníel og Kristmann eru slegnir út eftir fyrsta útslátt og telst því ekki til árangurs að komast í lokakeppni EM hjá þeim tveim þar sem allir komust áfram í lokakeppni. (Guðjón endar í 33 sæti af 69 körlum)

EM utandyra 2016 Nottingham: Trissubogi kvenna, 47 konur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Astrid vinnur sinn fyrsta útslátt gegn Erika Damsbo (heimsmeistari innandyra 2016 og Evrópumeistara 2017). Astrid”heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs. Helga og Margrét eru slegnar út eftir fyrsta útslátt og telst því ekki til árangurs að koma í lokakeppni EM hjá þeim tveim. (Astrid endar í 17 sæti af 46 konum)

Heimsbikarmót utandyra 2017 Berlín: Sveigbogi karla, 122 keppendur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Gummi er í 99 sæti og kemst því í lokakeppni “heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs að komast inn í lokakeppni heimsbikarmótsins. (Gummi endar í 57 sæti af 122 körlum)

Evrópubikarmót 2019 Búkarest: Sveigbogi karla, 154 keppendur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Sigurjón er í 101 sæti í undankeppni og kemst í lokakeppni Evrópubikarmótsins “heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs að komast í lokakeppni. Gummi 116 sæti og Ólafur 152 sæti komast ekki í lokakeppni og telst því ekki til árangurs hjá þeim þar sem þeir “héldu ekki áfram þar sem aðrir detta út”. (Sigurjón endar í 57 sæti af 154 körlum)

Evrópubikarmót 2017 Búkarest: Trissubogi karla, 36 keppendur eru að keppa. 104 halda áfram í lokakeppni. Gummi skorar nægilega hátt í undankeppni á mótinu til þess að sitja hjá í fyrstu umferð (BYE) “Heldur áfram þar sem aðrir detta út” og telst því til árangurs. (Gummi endar í 17 sæti af 36 keppendum)

Heimsbikarmót innandyra 2015 Marrakesh: Sveigbogi kvenna, 31 keppendur eru að keppa, 32 halda áfram í lokakeppni (semsagt allir komast í lokakeppni og telst því ekki til raunverulegs árangurs að komast í lokakeppni). Astrid vinnur fyrsta útsláttinn “Heldur áfram þar sem aðrir detta út” og það telst því til árangurs. (Astrid endar í 9 sæti af 32 keppendum)

HM utandyra 2015 Kaupmannahöfn: Trissubogi karla, 119 keppendur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni. Guðjón er í 89 sæti í undankeppni og “Heldur því áfram þar sem aðrir detta út” sem telst því til árangurs. Gummi og Daníel komast ekki í lokakeppni HM og “halda því ekki áfram þar sem aðrir detta út” og telst því ekki til árangurs. (Guðjón endar í 57 sæti af 119 keppendum). Til að gefa hugmynd um erfiðleikastig: 11 faldur heimsmeistari Reo Wilde komst ekki í lokakeppni, tvöfaldur heimsmeistari Sebastien Peineau, fjórfaldur heimsmeistari Sergio Pagni og núverandi heimsmeistari Nico Wiener duttu allir út í fyrsta útslætti í lokakeppni eins og Guðjón.

EM utandyra 2018 Legnica: Trissubogi kvenna, 52 keppendur eru að keppa, 104 halda áfram í lokakeppni, því telst það ekki til árangurs að komast í lokakeppni. Ewa vinnur sinn fyrsta útslátt gegn Erika Damsbo (heimsmeistari innandyra 2016 og Evrópumeistara 2017). Ewa “heldur áfram þar sem aðrir detta út” sem telst því til árangurs. Astrid vinnur ekki sinn fyrsta útslátt í lokakeppni og telst því ekki til árangurs (Ewa endar í 17 sæti af 52 keppendum)

Eins og sjá má er í öllum tilfellum sá sem “heldur áfram þar sem aðrir detta úr keppni” meðal top 50% keppenda eða hærri á viðkomandi móti sem myndi flokkast sem afrek. Ef við segjum sem svo að Íslendingur væri í 1 sæti í undankeppni þar sem 100 væru að keppa, en myndi tapa fyrsta útlætti teldist það ekki til árangurs. Þar sem árangur í okkar íþrótta er ekki byggður á undankeppni heldur á lokasæti eftir lokakeppni (útsláttarkeppni).

Við vonum að þessi grein gefi þér (lesanda) góða hugmynd um að það er oft árangur að komast í lokakeppni HM/EM á efsta stigi en ekki endilega alltaf. Það fer eftir íþróttagrein/bogaflokki/kyni/móti/þátttökufjölda. En með hugtakinu “að halda áfram á efsta stigi íþróttarinnar þar sem aðrir detta út” og keppendur séu þá að setja sig nálægt miðju eða hærra í úrslitum á HM/EM á efsta stigi íþróttagreinar ættu flestir að geta verið sammála um að það sé gott viðmið fyrir einstaklingar/lið/sérsamband eigi heima í þeim landsliðsverkefnum (Ég tel þó að það sé líklegt að eini maðurinn sem mun lesa þessa langloku tölfræði grein til enda verði höfundurinn sjálfur 😅😂)