Ungmennafélagið Efling með frábæra frammistöðu í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu. 2 af 2 keppendum á verðlaunapalli.

Guðmundur Smári Gunnarsson og Tómas Gunnarsson báðir í UMF Eflingu tóku silfur og brons í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Guðmundur var í 2 sæti í undankeppni og Tómas í 6 sæti, þannig að báðir meðal top 8 keppenda sem héldu áfram í útsláttarkeppni.

Í fjórðungsúrslitum vann Guðmundur Jonas Björk úr ÍF Akri örugglega 6-0 og Tómas náði sigri gegn líkunum á móti Oliver Ormari Ingvarssyni í BF Boganum 6-2.

Í undanúrslitum lentu liðsfélagarnir saman og Guðmundur vann Tómas 6-2. Tómas keppt því um brons og Guðmundur um gull.

Í brons leiknum vann Tómas aftur gegn líkunum á móti Ragnari Þór Hafsteinssyni úr BF Boganum 6-2. Andstæðingar Tómasar voru allir með hærra skor í undankeppni mótsins og því vel af sér vikið að sigra báða örugglega.

Guðmundur Smári og Dagur Örn Fannarsson úr BF Boginn var síðasti úrslita leikur Íslandsmótsins. Strákarnir byrjuðu jafnir en svo byrjaði þreytan að segja til sín hjá Guðmundi Smára og Dagur gaf Guðmundi ekkert færi til að ná stigum. Dagur tók gullið 7-1 og Guðmundur Smári því með silfur.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536