Undankeppni lokið á NUM

Undankeppninni á NUM er lokið. Smá stormur var á mótinu og vindurinn og rigningin hrærðu ágætlega í úrslitunum. En það voru nokkrir einstaklingar sem sköruðu fram úr þrátt fyrir veðrið.

Marín Aníta hefur farið gífurlega fram hún tvöfaldaði næstum skorið sitt og Íslandsmetið frá því á NUM í fyrra þrátt fyrir að vera að skjóta í gífurlegum vindi! 275 stig er Íslandsmetið og Marín sprengdi það í loft um með skorinu 473!! Hún er að keppa í fjölmennasta flokknum á NUM en það eru 35 að keppa í hennar flokki og hún var í 26 sæti í undankeppninni. Hún á mjög bjarta framtíð ef hún nær að halda þessari framför áfram, og vel gert.

Guðbjörg í berboga U21 stóð sig vel í undankeppninni en lenti í 2 sæti með 430 stig og góðar líkur á því að hún endi á því að keppa við sömu stelpu frá Svíþjóði og í fyrra um norðurlandameistara titilinn. Sænska var 18 stigum hærri í undankeppninni að þessu sinni.

Aron Lotsberg í sveigboga U21 bætti Íslandsmetið sitt frá því í fyrra á NUM þrátt fyrir hörmulegar veður aðstæður metið var 493 stig og Aron skoraði 506 stig. Það er því greinilegt að honum hefur farið mikið fram á síðasta ári. Hann var í 9 sæti í undankeppninni í ár en var 11 á NUM í fyrra.

Agata og Eowyn í 6 og 7 sæti í trissuboga U15. Agata er að koma mjög sterk inn núna en hún lenti í tæknilegum vandræðum á síðasta NUM þar sem sigtið hennar datt í sundur og endaði í síðasta sæti þá. Eowyn skoraði lægra en gert var ráð fyrir en hún þarf æfa sig meira að skjóta í vindi (hún er svo lítil og létt að hún fýkur bara). Eowyn er nýlega komin af Evrópuleikunum þar sem var einnig vindur en mun minni en hér.

Ásgeir Ingi Í sveigboga U21 lenti í smá vandræðum vegna veðursins í fyrstu umferðinni en tók sig verulega á í seinni umferðinni og hefði getað náð hærra en 13 sæti í undankeppninni. Aron og Ásgeir eru oft að skora á svipuðu bili og lenda yfirleitt stutt frá hver öðrum í undankeppni, þó að Aron hafi haft betur í flestum tilfellum.

Anna María á fínan séns á því að ná medalíu á mótinu í trissuboga U18 en það er aðeins 31 stigs munur á skorinu hennar og stelpunar í 3 sæti í undankeppni. Það lítill munur breytir ekki miklu í eins miklum vindi og er á þessu móti.

Þetta voru helstu úrslitin Heildar úrslit er hægt að finna hér.

Útsláttarkeppnin er í gangi núna. Hún ræður því hver vinnur mótið. Undankeppnin er notuð til þess að raða fólki í útsláttarkeppnina.