Undankeppni karla lokið útlit fyrir báðir haldi áfram í lokakeppni og Oliver með íslandsmet í U21

Undankeppni karla um lokasætin á Ólympíuleikana í Tokyo var að ljúka.

156 keppendur kepptu í undankeppni en 104 halda áfram. Einhverjir af þeim keppendum sem kepptu í undankeppni keppa ekki í lokakeppni þar sem þeir hafa þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleika en eru að reyna við liðasæti eða að reyna að ná lágmörkum til þess að get nýtt þátttökurétt sem þeir hafa þegar unnið.

Oliver gekk ekki mjög vel til að byrja með í fyrstu umferðinni enda fyrsta alþjóðlega stórmótið sem hann tekur þátt í og taugarnar sögðu smá til sín. En hann kom sér á strik aftur í seinni umferðinni og byrjaði að klífa listann hægt og rólega. Og náði þrátt fyrir það að bæta Íslandsmetið í U21 á mótinu um 6 stig. Það er útlit fyrir að hann muni keppa á móti Itay Shanney frá Ísreal á morgun í fyrsta útslætti í lokakeppninni, en það mun skýrast nánar þegar að búið er að klára og úthluta sætum fyrir liðakeppni karla síðar í dag.

Gummi ákvað að skjóta ekki meira sökum verkja og heilsu eftir fyrstu umferðina þegar það var nokkuð ljóst að allir þátttakendur myndu halda áfram í lokakeppni hvort sem var. Og reyna frekar að koma sér í stand fyrir lokakeppnina á morgun þar sem miðað við núverandi ástand er útlit fyrir að hann muni mæta VIKSTROM Antti frá Finlandi.

Marín æfði á æfingarsvæðinu meðan hinir kepptu en hennar undankeppni hefst á morgun kl 9:00 að staðartíma.