Trissuboga kvenna U21 liðið í 5 sæti á EM í bogfimi

Freyja Dís Benediktsdóttir, Sara Sigurðardóttir og Anna María Alfreðsdóttir skipuðu lið Íslands á EM.

Stelpurnar okkar enduðu í 8 liða úrslitum gegn Ítalíu. Leikurinn var mjög jafn en endaði með sigri Ítalíu 229-222. Ísland endaði því í 5 sæti á EM U21. Ísland er með mjög sterkar stelpur í trissuboga kvenna og áætlað er að við munum keppa til verðlauna í þeim flokki í liðakeppni í framtíðinni.

Anna María mun keppa til brons verðlauna í einstaklings keppni um hádegið á laugardaginn þar sem hún keppir gegn Tyrkneskri stelpu á meðan Rússnesk og Tyrknesk keppa um gull verðlaunin í U21.

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.