Trissuboga karla U21 liðið í 8 sæti á EM í bogfimi og fyrsti trans keppandi með Íslensku landsliði á alþjóðlegu stórmóti

Nói Barkarson, Daníel Baldursson og Nóam Óli Stefánsson skipuðu trissuboga karla lið U21 á EM.

Strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í 8 liða úrslitum í gær en voru óheppnir með andstæðinginn sinn Danmörku. Danmörk er líklega með sterkasta trissuboga U21 landslið í heiminum eins og staðan er í dag og unnu þeir Ísland, Frakkland og Rúmeníu og tóku Evrópumeistaratitilinn í trissuboga U21 nánast auðveldlega.

  • 16 liða úrslit Danmörk sat hjá
  • 8 liða úrslit Danmörk vs Ísland 235-226
  • undan úrslit Danmörk vs Frakkland 235-229
  • Gull úrslit Danmörk vs Rúmenía 232-229

Samt frábær frammistaða hjá strákunum okkar sem voru allir að taka þátt í sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti.

Gaman er að geta þess að Nóam Óli er fyrsti trans einstaklingur sem vitað er til að keppt hafi með Íslensku landsliði óháð íþrótt. En hann keppti með trissuboga karla U21 landsliðinu sem keppti í 8 liða úrslitum á EM í bogfimi. Hvorki samtökin 78 né starfsfólk ÍSÍ tjáðist vita af eða muna eftir því að trans einstaklingur hafi keppt fyrir hönd landsliðs Íslands áður, þó að þeir útilokuðu ekki að einhver hafi mögulega gert það án þeirrar vitundar eða ekki verið komin út úr skápnum.

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.