Þrjár stelpur í úrslitum í einstaklingskeppni á EM fyrir Ísland. Anna í 8 manna úrslitum trissuboga kvenna U21, Guðbjörg í 16 manna úrslitum berboga kvenna fullorðinna og Valgerður í 8 manna úrslitum berboga kvenna U21

Guðbjörg Reynisdóttir mun keppa á móti Regina Karkoszka frá Póllandi í 16 manna úrslitum berboga kvenna á EM í kvöld.

Valgerður Hjaltested mun keppa á móti Kathryn Norton frá Bretlandi í 8 manna úrslitum berboga kvenna U21 á EM á morgun.

Anna María Alfreðsdóttir mun keppa á móti Pil Mun Carlsen frá Danmörku í 8 manna úrslitum trissuboga kvenna U21 á EM á morgun. Vert er að nefna að Anna stóð sig ótrúlega í 32 manna lokakeppni og 16 manna úrslitum í trissuboga U21 þar sem hún sló og jafnaði Íslandsmetið í þeim útsláttum og vann báða útslættina gegn erfiðum andstæðingum.

En fjallað verður meira um þær í fréttagreinum á archery.is þegar að keppni þeirra er lokið.

Liðakeppni mun einnig klárast á morgun en fjallað var um það sérstaklega í öðrum fréttagreinum á archery.is

Þessi grein er í raun stutt samantekt af þeim Íslendingum sem eftir eru í úrslitum í einstaklingsgreinum á EM innandyra í bogfimi eftir fyrstu 3 daga mótsins.