Bogfimifélagið Boginn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í sumar.
Námskeiðin verða haldin í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík.
Bogfimi er vaxandi íþrótt á Íslandi og er þetta námskeið tilvalið fyrir börn sem vilja
komast inn í íþróttina eða prufa hvernig er að skjóta boga og hitta í 10!
Kennd verður helsta tækni við að skjóta af boga, taka þátt í keppnum og hafa gaman 🙂
Hvert námskeið er fimm dagar frá mánudegi til föstudags, kl. 09:00 til 12:00 eða eftir hádeigi 13:00 til 16:00
(Húsið opnar klukkan 08:00 ef fólk vill mæta með börnin sín þá, en námskeiðið byrjar 09:00)
Gert er ráð fyrir að börn mæti með hollt og gott nesti alla daga!
Verð per námskeið:
09:00 – 12:00 hálfur dagur (fyrir hádegið) = 15.000 kr.
13:00 – 16:00 hálfur dagur (eftir hádegið) = 15.000.kr
Námskeiðspakkar: 20% afsláttur er ef skráð á fleiri en eitt námskeið. Systkinaafsláttur er 15%.
Námskeið
Júní:
1 námskeið: 8 – 12 júní 2020
2 námskeið: 15 – 19 júní 2020
3 námskeið: 22 – 26 júní 2020
4 námskeið: 29 júní – 3 júlí 2020
Ágúst:
5 námskeið: 3 – 7 ágúst 2020
6 námskeið: 10 – 14 ágúst 2020
Lágmarksfjöldi þátttakanda á námskeiðunum er 5.
Hámarksfjöldi þátttakanda á námskeiðunum er 24.
Skráningin fer fram með því að senda tölvupóst á boginn@archery.is eða að fylla út skráningarformið rétt fyrir neðan.
Varðandi greiðslur, þá er hægt að millifæra eða greiða með seðla beint á staðnum (Boginn er því miður ekki með posa).
Athugið, að það þarf að ganga frá greiðslu við upphaf námskeiðsins.
Ef þið ætlið að millifæra, endilega setið nafnið nemanda í skýringu og sendu rafræna kvittun á boginn@archery.is
Yfirþjálfarar námskeiðsins eru:
Dagur Örn Fannarsson
Oliver Ormar Ingvarsson
Skráningu er lokið.
Til að sjá vetraræfingar er hægt að skoða http://boginn.is/