Sumaræfingar fyrir 14-18 ára

Bogfimifélagið Boginn býður upp á sumaræfingar fyrir unglinga í sumar.

Æfingarnar verða haldnar í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík.

Á sumaræfingum í bogfimi mun vera boðið upp á grunn æfingar fyrir krakka sem vilja
læra bogfimi.
Æfingar munu vera skipulagðar, þannig kennt verði á rétta tækni við að skjóta, helstu bogaflokka, og góðar venjur við bogfimi iðkun.
Mælt er með æfingunum fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa æft áður og vilja æfa á skipulögðum tímum í
sumar.

Miðað er við að krakkarnir séu þjálfaðir sem einstaklingar frekar en hópur en auðvitað er alltaf skemmtilegt að æfa í góðum félagsskap og læra saman.

Æfingarnar byrja í júní og eru út ágúst.
Æft verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan: 16-18.
Þá eru skipulagðar æfingar og hópurinn hittist en með verðinu er kort í bogfimisetrið þannig það er hægt að mæta hvenær sem er og skjóta á
opnunartíma.

Verð:
1 mánuður = 25.000 kr.
2 mánuðir = 40.000 kr.
3 mánuðir = 50.000 kr.

Lágmarksfjöldi þátttakanda á mánuði er 2.
Hámarksfjöldi þátttakanda á mánuði er 8.

Skráningin fer fram með því að senda tölvupóst á boginn@archery.is eða að fylla út skráningarformið rétt fyrir neðan.

Varðandi greiðslur, þá er hægt að millifæra eða greiða með seðla beint á staðnum (Boginn er því miður ekki með posa).
Athugið, að það þarf að ganga frá greiðslu við upphaf námskeiðsins.
Ef þið ætlið að millifæra, endilega setið nafnið nemanda í skýringu og sendu rafræna kvittun á boginn@archery.is

Yfirþjálfarar námskeiðsins eru:
Dagur Örn Fannarsson
Oliver Ormar Ingvarsson