Styrkir

Á þessari síðu er planið að búa til upplýsingar um styrki sem keppendur í bogfimi geta sótt um.

Upplýsingar á þessari síðu voru síðast uppfærða 24.01.2019

Bogfimifélagið Boginn styrkir (og önnur félög í Kópavogi)

  • Beint til Bogfimifélagsins Bogans (vegna erlendramóta ofl)
  • Afrekssjóð Íþróttaráðs Kópavogsbæjar vegna innlends og erlends árangurs. Íþróttaráð auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn við enda hvers árs (okt-des almennt) á vefsíðu Kópavogsbæjar. Þar þarf að skila inn skýrslu um mót og árangur ársins ásamt kostnaði tengdum því fyrir skilafrestinn.
  • Ferðasjóður Íþróttaráðs Kópavogsbæjar vegna flugkostnaðar á erlend mót með landsliðið. Það er hægt að sækja um í sjóðinn hvernær sem er árs.
  • Afrekssjóður UMSK fyrir keppnisferðir á NM, EM, HM eða mót á sambærulegu stig. Veitt er úr sjóðunum þrisvar á ári en umsókn í sjóðinn er opin allt árið en þarf að berast frá félagi viðkomandi.

Bogfimifélagið Hrói Höttur styrkir (og önnur félög í Hafnarfirði)

  • Afreksmannasjóður ÍBH fyrir keppnisferðir með félagsliði eða landsliði. Hægt er að sækja um styrkinn eftir að ferð er lokið til ÍBH. Félagið sækjir um vegna keppanda.
  • Afreksmannasjóður ÍBH fyrir HM, EM og ÓL. Hægt er að sækja um styrkinn eftir að ferð er lokið til ÍBH. Félagið sækjir um vegna keppanda.

SKAUST (og önnur félög á Austurlandi)

  • Sprettur afreksmannasjóður UÍA er hægt að sækja um afreksstyrki ofl, þjálfari, íþróttamaður eða félag geta sótt um í sjóðinn og er úthlutað tvisvar á ári.
  • Íþrótta og tómstundanefnd fljótsdalshéraðs getur einnig veitt meiri upplýsingar um styrktarmöguleika.

Síðan er í vinnslu. Ef þú ert með upplýsingar sem eru ekki á síðuni endliega sendið okkur þær á archery@archery.is

UMFÍ (félög sem eru innan Ungmenna héraðssambanda)

  • Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ er hægt að sækja um styrki vegna t.d þjálfara og dómaramenntunar.
  • Umhverfissjóður UMFÍ er hægt að sækja um styrki vegna bætingar á útliti, gróðursetningu og fegrun svæða félaga.