Skráningu á Íslandsmót ungmenna innandyra lýkur 16 október

Íslandsmót ungmenna innandyra er skipt í 2 mót á sömu helgi. Íslandsmót U16 og U18 er á laugardeginum 30 október og Íslandsmót U21 er á sunnudaginn 31 október.

Reglur WA segja að aðeins sé leyfilegt að keppa í einum aldursflokki á sama móti. Þetta fyrirkomulag að halda mótin sem sitt hvoran viðburðinn á sitt hvorum deginum á sömu helgi gefur því yngri keppendum sem hafa áhuga færi á því að keppa á báðum mótum ef þeir vilja.

Skráningu á mótið lýkur 16 október og allir hvattir til þess að skrá sig tímanlega á mótin.

Upprunalega átti að halda Íslandsmót ungmenna í febrúar en vegna Covid var ákveðið að fresta til hausts þar sem áætlað var að flestir yrðu þá bólusettir og faraldrinum svo gott sem lokið um haustið (engin gerði ráð fyrir að nýtt afbrigði myndi koma til á þeim tíma).

Það var óviljandi gert að setja Íslandsmót U21 á hrekkjavöku en, þar sem það hittir á skemmtilegan tíma er vert að nefna að heimilt verður að vera í hrekkjavökubúningum svo lengi sem að þeir falla undir almennar reglur WA/BFSÍ um klæðaburð á mótum (s.s. ekkert camo, engir opnir skór, ermalausir bolir o.sv.frv.) sem það fellur inn í almennar klæðaburðar reglur.

Mögulegt er að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi mótana ef þess er þörf vegna heimsfaraldurs og laga/reglna sem eru til staðar á þeim tíma. En slíkt verður tilkynnt til þeirra sem eru skráðir á mótið ef það kemur til. BFSÍ mun halda sig við grímuskyldu á mótunum nema þegar staðið er á skotlínu og hvatt til almennra sóttvarna s.s. handþvottar/sprittunar. Þar sem bogfimi er ekki “contact sport” og líkur á smitum á millli einstaklinga í íþróttinni er gífurlega ólíkleg þar sem keppendur eiga aldrei að snertast eða snerta búnað annara undir venjulegum kringum stæðum. Því er ólíklegt að þurfi að aflýsa mótunum en fella gæti þurfti niður t.d. liðakeppni ef að kemur til takmarkana, en það kemur í ljós þegar nær dregur.

Hægt er að finna skráningu á U16/U18 mótið hér

Íslandsmót U18/U16 Innandyra 2021

Hægt er að finna skráningu á U21 mótið hér

Íslandsmót U21 Innandyra 2021

Við hvetjum öll aðildarfélög BFSÍ og alla iðkendur á landinu til þess að taka þátt og láta aðra vita af mótunum. BFSÍ vill sjá sem flesta sama hvaða getustigi þeir eru á til að hafa gaman af og læra meira um íþróttina.