Skráningarfrestur á Íslandsmót Ungmenna lýkur eftir 7 daga 15 janúar

Íslandsmót ungmenna innanhúss samanstendur af tveim ótengdum mótum.

  • Íslandsmóti U16/U18, laugardaginn 29 janúar 2022, skráningu er hægt að finna hér
  • Íslandsmóti U21, sunnudaginn 30 janúar 2022, skráningu er hægt að finna hér

Í reglum WorldArchery (WA) segir að ekki megi keppa í mörgum aldursflokkum á sama móti, því hafa Íslandsmót Ungmenna innandyra verið haldin í tvennu lagi sem sér mót með sér skráningu. Því geta þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri keppt bæði á U16/U18 Íslandsmótinu og á Íslandsmóti U21 og farið er eftir öllum reglum WA þar sem um ótengd mót er að ræða.

Þetta eykur einnig verðgildi mótana fyrir þeim sem koma langt að til að keppa þar sem þeir hafa þá tækifæri til þess að nýta ferðina og keppa á tveim mótum þá helgi frekar en einu, meiri reynsla meira gaman 😉

Íslandsmót U21 hefur einnig verið tengt við WorldArchery Indoor World Series Open (IWS) og munu 60 örva skor úr undakeppni á því móti einnig gilda sjálfkrafa í Open Ranking hjá heimssambandinu, sjá nánar um það í þessari frétt hér. 

Vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum alla til að láta þetta berast svo að þátttakan verði sem mest.