Skaust með einn Íslandsmeistaratitil og tvö Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2022

Skotíþróttafélag Austurlands (SKAUST) tók Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga blandaðri liðakeppni, ásamt því að slá tvö Íslandsmet, vinna eitt silfur og eitt brons á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi innandyra 2022.

Haraldur náði ekki að verja Íslandsmeistaratitil sinn innandyra frá árinu 2021 enda var gífurlega jafn leikur í gull úrslitum sveigboga karla á mótinu. Sigur röð Haraldar á Íslandsmeistaratitlum stoppar því í þremur í röð frá árinu 2020 og allir af þeim titlum hefur hann unnið í gífurlega hörðum bardögum sem oftar en ekki hafa endað í bráðabönum eða jafnvel tvöföldum bráðabönum til að ákvarða sigurvegara. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann brons úrslitaleikinn en Daníel Baldursson þurfti að sætta sig við 4 sæti á mótinu, þó vert að geta að frábær árangur fyrir ungann strák í fullorðinsflokki að komast næstum á verðlaunapall.

Íslandsmeistaratitlar Skaust á mótinu

  • Sveigbogi blandað lið – Haraldur Gústafsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir skipuðu lið Skaust

Íslandsmet Skaust á mótinu

  • Haraldur Gústafsson sveigbogi karla 50+ með 552 stig. Metið átti Haraldur áður frá Evrópumeistaramótinu innandyra 2022 í febrúar síðast liðinn.
  • Sveigbogi blandað lið 50+ 1040 stig. Metið átti Skaust áður og var 1021 stig frá Íslandsmóti öldunga innandyra í nóvember 2021.

Hér fyrir neðan er hægt að finna myndskeið af gull og brons úrslitaleikjum Skaust á Íslandsmeistarmótinu. 

Sveigbogi karla gull úrslitaleikur

Sveigbogi kvenna brons úrslitaleikur

Trissubogi karla brons úrslitaleikur

Sveigbogi blandað lið gull úrslitaleikur