Sigga með Íslandsmet á Evrópuleikum Öldunga

Sigríður Sigurðardóttir keppti ásamt 6 öðrum Íslendingum á European Master Games (Evrópuleikum Öldunga). Mótið var haldið í Torínó Ítalíu síðustu helgi.

Mótið er haldið á 4 ára fresti og þetta er fimmta sinn sem það er haldið. Einnig eru Heimsleikar öldunga sem eru haldnir á 4 ára fresti og þeir verða næst haldnir í Kansai Japan 2021.

Sigga keppti í 50+ sveigboga á mótinu og sló sitt eigið Íslandsmet í undankeppni með 557 stig, metið var 554 stig sem Sigga setti Íslandsmeistaramóti öldunga fyrir um 3 vikum síðan.

Sigríður var í 15 sæti í undankeppni af 31 sem kepptu í sveigboga 50+ á mótinu.

Í útsláttarkeppni lenti hún á móti SUOJOKI Jaana frá Finlandi sem var í 19 sæti í undankeppni. Sigríður var talin vænlegri til sigurs fyrir útsláttinn þar sem hún var um 40 stigum hærri en sú Finnska í undankeppninni.

Sigríður byrjaði vel í útslættinum og var 4-0 yfir eftir fyrstu 2 umferðirnar en Jaana og tók þriðju umferðina örugglega og fjórðu umferðina með aðeins 1 stigi. Í síðustu umferðinni vann sú Finnska svo 2 stiga mun og sló Sigríði út af mótinu.

LIBERTONE Tiziana frá Ítalíu sló svo SUOJOKI Jaana út í næsta útslætti. Tiziana enda á að taka silfur á mótinu eftir að tap gegn KERBL Renate frá Austurríki í sveigboga kvenna 50+ á mótinu.