RIG Trissubogi Reykjavík International Games 2016 Undankeppni Dagur 1

Þá er það seinni partur keppninar í Reykjavík International Games 2016, Trissubogaflokkurinn

Trissubogaflokkurinn var seinni part dags og er lokið núna og úrslitin orðin klár úr undankeppninni.

Mótið gekk mjög vel. Nýr skotstjóri var að þessu sinni Guðný frá UMF Eflingu fyrir norðan.

Dagur 1 er undankeppni þar sem skotið er 60 örvum á 18 metrum á 40cm skífu, tían er 2cm á stærð og hámarks möguleg stig eru 600 sem aðeins einn maður í heiminum hefur náð að skora í sögu íþróttarinnar 🙂 Heildarskorið raðar mönnum upp í útsláttarkeppnina á degi 2. Sá sem lifir lengst af í útsláttarkeppnina (mano o mano) vinnur gullið.

Skorin eru eftirfarandi.

Trissubogi Karla.

1. Guðjón Einarsson – 574 Stig
2. Daníel Sigurðsson – 572 Stig
3. Kristmann Einarsson – 569 Stig
4. Carsten Tarnow – 561 Stig
5. Rúnar Þór Gunnarsson – 402 Stig

Trissubogi Kvenna.

1. Helga Kolbrún Magnúsdóttir – 573 Stig
2. Astrid Daxböck – 559 Stig
3. Margrét Einarsdóttir – 550 Stig

 

20160123_161217 20160123_161226