Rakel búin að hækka U21 Íslandsmetið gífurlega á milli ára

Rakel Arnþórsdóttir í ÍF Akur sló 2 Íslandsmet á árinu 2019 í U21 sveigboga kvenna. Fyrra metið var 491 stig á Íslandsmótinu innandyra í mars og seinna var á IceCup í Desember þá sló hún sitt eigið Íslandsmet með skorið 520 af 600 mögulegum stigum.

Íslandsmetið í U21 sveigboga kvenna í var byrjun árs 2018, 361 stig af 600 mögulegum. Rakel hækkaði metið um 159 stig á milli ára sem er gífurlegt hopp í getu og framför í flokknum!! (Evrópumetið er 71 stigi hærra 591 stig af 600)

Til samanburðar var hæsta skor í sveigboga kvenna opnum flokki á Íslandsmótinu 2018 521 stig og því góðar líkur á að við munum líka sjá Rakel í úrslitum Íslandsmeistaramóta í opnum flokki í framtíðinni.

Á Íslandsmóti ungmenna í febrúar eru 4 Íslenskar og 6 Færeyskar stelpur sem munu keppa um titilinn í U21 sveigboga kvenna. 3 efstu stelpur í undankeppni frá hvoru landi munu einnig keppa í liðakeppni U21 sveigboga kvenna. Færeyjar vs Ísland (áfram Ísland!) Hægt verður að fylgjast með því á Youtube 16 febrúar