Ragnar Smári Jónasson vann silfur á Norðurlandameistaramótinu 2022

Ragnar Smári Jónasson úr BF Boganum í Kópavogi vann silfur verðlaun og var næstum búinn að næla sér í brons verðlaun til viðbótar á Norðurlandameistaramóti Ungmenna (NUM) 2022 í Kemi Finnlandi síðustu helgi. Ragnar sló einnig tvö Íslandsmet með trissuboga U18 liðinu.

Ragnar vann silfur verðlaun á NUM á laugardaginn með Íslenska trissuboga U18 liðinu, ásamt liðsfélögum sínum Freyju Dís Benediktsdóttir og Ísari Loga Þorsteinssyni, en þau koma öll úr BF Boganum í Kópavogi. Öruggur sigur Íslands gegn Norska liðinu í undanúrslitum 201-159 þýddi að þau mættu sameiginlegu liði Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar (einn frá hverri þjóð) í gull úrslitaleiknum. Þar var leikurinn jafn og hefði endað með sigri Íslands ef liðið hefði skorað sama skor og þau gerðu í undanúrslitum en leikurinn endaði 199-186 og Freyja og Íslenska liðið hreppti því silfur á meðan sameiginlega lið Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar tók gullið. Liðakeppni á NUM er óvenjuleg að því leitinu til að körlum og konum er blandað saman og undir ákveðnum kringumstæðum geta þjóðir sameinast í að skapa lið.

Í einstaklingskeppni var Ragnar í fjórða sæti í undankeppni mótsins og lenti því á móti fimmta sæti í 8 manna úrslitum sem var liðsfélaga hans Ísar, þar hafði Ragnar betur 127-114. Í undanúrslitum (4 manna úrslitum) endaði Ragnar á móti Nicklas Bredal Bryld frá Danmörku sem var efstur í undankeppni mótsins, Ragnar náði inn góðum umferðum en Daninn var sterkari og vann 143-129, Ragnar hélt því áfram í brons úrslit og Daninn í gull úrslit.

Í brons úrslitum mætti Ragnar Maximilian De Farfalla frá Svíþjóð sem var í þriðja sæti í undankeppni mótsins. Þar byrjaði ekki vel hjá Ragnari og ein ör hitti ekki skotmarkið á meðan Svíinn skaut fullkomið skor og Ragnar byrjaði 13 stigum undir eftir fyrstu umferð. Ragnar var þó að skjóta betur í leiknum fyrir utan óhappið og vann muninn niður um 6 stig í næstu fjórum umferðum, en endaði á því að tapa brons leiknum 126-119 fyrir Svíanum. Ef örin sem fór framhjá skotmarkinu hefði hitt inn á skorsvæðið á skotskífunni hefði Ragnar unnið bronsið líka. Daninn vann Riippi Joonas frá Finnlandi í gull úrslitum og niðurstöðurnar því Danmörk með gull, Finnland með silfur og Svíþjóð með brons og Ragnar í fjórða.

Þetta er nokkuð ótrúlegur árangur hjá Ragnari ef horft er til þess að hann byrjaði í bogfimi fyrir minna en 6 mánuðum og er en með frekar basic búnað. Tilgangur þátttöku hans á mótinu var mest til að afla sér reynslu frekar en verðlauna. Efnilegur.

Frekari fréttir af Norðurlandameistarmóti Ungmenna 2022 er hægt að finna á archery.is.