Pétur Már tekur utandyra titilinn aftur í sveigboga U16 á Íslandsmóti ungmenna

Pétur Már M Birgisson úr BF Hróa Hetti hélt titlinum sínum á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Pétur var með 579 stig í undankeppni mótsins sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmetinu í sveigboga karla U16 utandyra og því frábær frammistaða á mótinu.

Í gull úrslitum lenti Pétur á móti Mána Gautassyni úr ÍF Akur í gull úrslitum þar sem Pétur vann 7-3.

Máni og Pétur voru einnig mjög jafnir í skori á Íslandsmóti innanhúss í febrúar þar sem Pétur endaði með brons og Máni tók titilinn. Því má gera ráð fyrir hörku samkeppni á milli þessara drengja í framtíðinni.

Pétur átti titilinn utandyra frá árinu 2019 og ætlar ekki að sleppa honum.

Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmót ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik Péturs og Mána. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net