Patrek Hall Einarsson sigrar á Íslandsmóti ungmenna í U16 berboga í bráðabana

Patrek Hall Einarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á Íslandsmóti ungmenna um helgina.

Patrek var í öðru sæti í undankeppni mótsins og lenti því í undanúrslitum á móti liðsfélaga sínum Viktori Loga Birgissyni. Þar sigraði Patrek gegn Viktor 7-3 og Patrek hélt því áfram í gull úrslit mótsins.

Í gull úrslitum einstaklinga lenti Patrek á móti Baldur Freyr Árnason liðsfélaga sínum í BF Boganum, en þeir tveir tóku saman Íslandsmeistaratitil U16 í berboga liðakeppni á mótinu ásamt því að slá Íslandsmetið í berboga U16 liðakeppni karla. Keppnin var mjög jöfn milli strákana út allan leikinn og endaði í jafntefli 5-5 og því þurfti að skera úr um sigurvegara með bráðabana, einni ör er skotið og sá sem hittir nær miðjum vinnur. Patrek hitti 9 og Baldur hitti 8 og Patrek því Íslandsmeistari í U16 berboga.

Þess má geta að í úrslitum mótsins á livestream-inu voru Patrek og Baldur að skjóta á vitlaus skotmörk og því eru úrslitin á livestream-inu því öfug. Patrek átti að vera að skjóta á skotmark 2 og Valur á skotmark 1.

María Dís Jóhannsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum vann berboga U16 kvenna eftir undankeppni. Baldur og María voru efst í undankeppni, þau hrepptu því Íslandsmeistaratitilinn í parakeppni U16 berboga, en þau slóu einnig Íslandsmetið í berboga U16 parakeppnismetið á mótinu.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: