Öllum alþjóðlegum bogfimimótum 2020 hefur verið aflýst

Eina mótið sem er eftir á alþjóðlega dagatalinu sem er ekki búið að aflýsa enþá er heimsmeistaramótið í víðavangsbogfimi í Yankton í bandaríkjunum í September. En miðað við hve hörmulega illa stjórnvöld í bandaríkjunum eru að standa sig í því að taka á covid-19 ástandinu er mjög líklegt að því HM verði aflýst líka.

Aflýsingar eru ekki bara vegna veirunar heldur einnig vegna þess að óljóst er hvenær alþjóðleg flug komast aftur í eðlilegt horf og hvenær verður möguleg að ferðast á mót alþjóðlega aftur. Heimssambandið hefur samt ekki útilokað að það verði einhver mót nær lok ársins. En enginn alþjóðleg mót verða haldin fyrir 1 september 2020.

Öll undankeppnismót fyrir Ólympíuleika hafa verið færð til ársins 2021.

Um 77 skráningar bárust á alþjóðlega mót til BFSÍ fyrri hluta ársins 2020, í mörgum tilfellum eru það sömu einstaklingar að fara á mismunandi mót, en öll þeim mótum hefur verið aflýst.

Nokkrir einstaklingar tengdir bogfimi alþjóðlega hafa látist vegna Covid-19, flestir á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Flestir af þeim voru eldri dómarar og þjálfarar.

Áætlað er að Íslandsmót ungmenna og öldunga í Júní verði haldið þó að mögulegt verði að það þurfi að gera breytingar á móta uppsetningu til þess að mæta kröfum sem gætu verið í gildi þá og líklegt að það verði enginn útsláttarkeppni á mótinu. En það verður tilkynnt þegar nær dregur mótinu.

Ef vel gengur verða kröfur vegna samkomubanns á Íslandi víkkaðar aftur í byrjun Júní. Þá verður mögulega hægt að halda mót og æfingar á eðlilegann hátt innanlands aftur.

Vonum að ástandið haldi áfram að batna og að 2021 verði venjulegt ár í lífi og bogfimi.