Oliver sló 3 ára Íslandsmet í sveigboga U21

Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boginn sló Íslandsmet í sveigboga karla U21 með skorið 542. Metið var áður 536 og hafði staðið frá árinu 2017!

Fyrri umferðin var 265 stig og það leit ekki vænlegt út fyrir að Oliver myndi slá metið á þessu móti en hann hefur gert það reglubundið á æfingum. En í seinni umferðinni skoraði Oliver 278 stig og með 11 tíur í röð við lokin, sem er skor á þeim skala að hann á góðar líkur á því að taka Íslandsmeistaratitilinn innandyra í opnum flokki í mars.

Þorsteinn Ivan Bjarkason í SKAUST átti öll íslandsmetin í yngri flokkum sveigboga karla (U16, U18 og U21) og þau eru öll búin að standa um árabil.

Fyrsta Bogfimisetrid Youth Series á þessu ári var í haldið í dag í Bogfimisetrinu. Seinni hluti mótsins fer fram á morgun, en mótið er haldið mánaðarlega.