Oliver, Albert, Izaar – Marín, Anna, Guðbjörg eru bogfimifólk ársins 2021 í bogfimi eftir keppnisgreinum

Eftirfarandi eru bogfimifólk ársins BFSÍ eftir keppnisgreinum.

Ólympískur sveigbogi

  • Oliver Ormar Ingvarsson – BF Boginn Kópavogi – Sveigbogamaður Ársins 2021

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi – Sveigbogakona Ársins 2021

Trissubogi

  • Albert Ólafsson – BF Boginn Kópavogi – Trissubogamaður Ársins 2021
  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri – Trissubogakona Ársins 2021

Berbogi

  • Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur Akureyri – Berbogamaður Ársins 2021
  • Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur Hafnarfirði – Berbogakona Ársins 2021

Árlega er valið íþróttafólk ársins Bogfimisambands Íslands, einn keppandi af hvoru kyni sem fá meðal annars viðurkenningu frá ÍSÍ. Bogfimisamband Íslands hóf árið 2020 að veita viðbótar viðurkenningar fyrir íþróttafólk ársins eftir keppnisgreinum innan BFSÍ. Tilgangur þessara verðlauna er að veita þeim einstaklingum viðurkenningu sem sýndu besta árangur í sinni keppnisgrein á árinu. Við valið er stuðst við sama tölfræði útreikning á frammistöðu keppenda og er notað er við val á íþróttafólki ársins í íþróttinni í heild sinni. Tekið er mið af frammistöðu í mótum 1 október 2020 til 30 september 2021 sem er einnig notað við val í landsliðshópa o.fl.

Í bogfimi er keppt í mörgum keppnisgreinum og því kemur það oft upp að einstaklingur stendur sig frábærlega í sinni keppnisgrein en fær ekki titilinn “Íþróttamaður/kona ársins”, því taldist það við hæfi að viðurkenna einnig árangur þeirra sem stóðu sig best í sinni keppnisgrein.

Verðlaunagripir fyrir bogfimifólk ársins í keppnisgreinum verða afhent íþróttafólkinu á Íslandsmeistaramóti innanhúss í nóvember 2021.

Íslandsmeistaramót Innanhúss 2021