Nói Barkarsson í BF Boganum með rosalegt Íslandsmet. Talinn líklegastur til að taka Íslandsmeistaratitilinn og án vafa MVP mótsins.

Undankeppni á Íslandsmeistaramótinu í opnum flokki (allur aldur) innanhúss í bogfimi var að ljúka.

Nói Barkarson í BF Boganum í Kópavogi skaraði fram úr öðrum með skorið 581 í trissuboga karla af 600 mögulegum!. En það eru aðeins um 2-3 Íslendingar sem hafa skorað yfir 580 í undankeppni í sögu íþróttarinnar. Nói verður 16 ára gamall á árinu og tortímdi sínu eigin meti í trissuboga karla U21 sem var 573 sem Nói var nýlega búinn að setja á Íslandsmóti ungmenna í febrúar á þessu ári.

Nói er talinn líklegastur til þess að taka Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla, við spáum því að Alfreð Birgisson (ÍF Akur) og Nói muni berjast um gullið og Albert Ólafsson (BF Boginn) og Carsten Tarnow (ÍF Akur) muni berjast um bronsið í trissuboga karla.

Útsláttarkeppnin fer fram eftir stutta stund og er hægt að fylgjast með henni á  youtube rásinni archery tv iceland https://www.youtube.com/watch?v=dd22PkDT9nw. Hægt er að fylgjast með heildar úrslitum á ianseo.net http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536

Eowyn Marie Mamalias (BF Hrói Höttur) er talin líklegust til að taka titilinn í trissuboga kvenna, en Anna María Alfreðsdóttir (ÍF Akur) og Ewa Plozsaj (BF Boginn) eru ekki langt á eftir og verður harður bardagi um allar medalíur í þeim flokki.

Guðbjörg Reynisdóttir (BF Hrói Höttur) er talin líklegust til að taka titilinn í berboga kvenna en mun þurfa að berjast við Birnu Magnúsdóttir (BF Boganum) um titilinn (er okkar spá).

Ólafur Ingi Brandsson (BF Hrói Höttur) mun eiga í harðir baráttu við Izaar Arnar Þorsteinsson (ÍF Akur) um titilinn í berboga karla en Izaar er líklegri til sigurs miðað við stöðuna eftir undankeppni.

Gull og brons viðureignirnar fara fram seinna í dag og þar verður hver viðureign sýnd í beinni á livestream á archery tv iceland youtube rásinni.