Nói Barkars sló öll Íslandsmetin og tók titlinn á Íslandsmóti ungmenna

Nói Barkarsson í BF Boganum sló öll 4 einstaklings Íslandsmetin í U18 og U21 og tók titilinn í trissuboga karla U18 örugglega á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Nói stóð sig frábærlega í undankeppninni þar sem hann var hæstur og skoraði 642 stig sem var 6 stigum hærra en metið í U18 og U21 trissuboga sem var 636 áður.

Í gull úrslitum lenti Nói á móti Daníel Már Ægissyni úr sama félagi. Daníel stóð sig flott og skoraði 133 stig í úrslitunum 2 stigum undir þáverandi Íslandsmetinu, en Nói kom með A leikinn sinn að borði og skoraði 142 stig. Sem er hærra en bæði Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga U18 og U21. Nói tók því titilinn og 2 Íslandsmet til viðbótar við þau 2 sem hann setti í undankeppninni.

Ef það væri valinn MVP á bogfimi mótum hefði það vafalaust verið Nói á Íslandsmóti Ungmenna. 9 einstaklings Íslandsmet voru sett á ungmenna mótinu, Nói setti 4 af þeim 9.

Nói er efnilegasti í trissuboga á Íslandi. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki innandyra í mars. Tók bæði U18 og U21 titilinn innandyra. Ef Nói vinnur Íslandsmeistaramótið utandyra (í opnum flokki) í júlí þá hefur hann unnið alla trissuboga titla í U18, U21 og opnum flokki og væri þá óvéfengjanlegur meistari í sinni grein.

Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik Nóa og Daníels. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net