Nanna Líf sigrar Önnu Guðrúnu 6-4 í spennandi gull úrslita leik sveigboga kvenna U16 á Íslandsmóti ungmenna um helgina

Nanna Líf Gautadóttir Presburg frá Íþróttafélaginu Akur varð Íslandsmeistari í sveigboga kvenna í U16 um helgina. Nanna mætti Önnu Guðrún Yu Þórbergsdóttur úr Bogfimifélaginu Boganum í gull úrslit leik einstaklinga. Leikurinn byrjaði jafn en endaði svo 6-4 fyrir Nönnu.

Vert er að nefna að í undanúrslitum sigraði Nanna gegn Rakel Ósk Kjartansdóttir í bráðabana. Staðan var jöfn 5-5 og bæði Nanna og Rakel skutu 8 í bráðabana, en örin hennar Nönnu var nær miðju og því hélt hún í gull leikinn. Þetta var því harð unnin sigur hjá Nönnu.

Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir var hæðst í undankeppninni sveigboga kvenna U16 og var einnig tvöfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni, þar sem hún og liðfélagi hennar Rakel Ósk Kjartansdóttir voru með hæsta skor og íslandsmeistari í parakeppni með liðfélaga sínum Degi Loga Börgvinson með hæsta skor og slóu þau nýtt Íslandsmet. Ekki eru úrslit í liða- eða parakeppni U16/U18 og því titlarnir afhentir þeim sem skora hæstu stig í undakeppni mótsins.

Gæti verið mynd af 2 manns

Rakel Ósk Kjartannsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum mætti liðsfélaga sínum Svandísi Ólavíu Hákonsdóttur í brons úrslitum mótsins. Endaði leikurinn 6-2 fyrir Svandísi sem tók því Bronsið í sveigboga kvenna.

Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.