Mikið að gerast í bogfimi á akureyri

Fréttamaður Archery.is tók viðtal við Hlyn Freyr Þorgeirsson á dögunum og spurði hann úr spjörunum.

Sæll Hlynur.

Sæll.

Segðu mér hvað þú ert að gera hérna á Akureyri.

Allt of mikið.

Eins og hvað? Ég sé það allavega á salnum að hann er að mestu leiti kláraður, er þið búnir að opna?

Formlega höfum við ekki opnað enþá, en hurðin er opin fyrir meðlimi bogfimifélagana sem vilja æfa sig. Salurinn er nánast alveg tilbúinn, kaffivélin er ekki komin enþá þannig að við erum stundum grumpy á morgnana, en það kom loksins kælir frá Ölgerðinni þannig að við höfum loksins eitthvað að drekka, segjir Hlynur og brosir.

Mér skylst á sögum að þú sért að flytja á Akureyri? Hvernig kom það til að þú ákvaðst að flytja?

Það hitti þannig á að mig langaði að breyta til og þetta var fullkomið tækifæri til að komast í annað andrúmsloft, ég er líka upprunalega frá Akureyri og ólst upp hérna sem barn, ég er ættaður frá Syðri Varðgjá og Bárðardal. Mér fannst það líka frábært tækifæri að geta aðstoðað við að koma upp almennilegri æfingar aðstöðu fyrir bogfimina hérna. Svo erum við á fullu að byrja með nýtt íþróttafélag og ætlum að reyna að auka víkingafélögin fyrir túrismann og landann.

Jáhá það er mikið á skránni hjá þér, mér skyldist líka að þú yrðir rekstrarstjóri Bogfimisetursins á Akureyri er það rétt?

Já.

Heldurðu að það eigi eftir að ganga vel með Bogfimisetrið á Akureyri?

Já. Það er auðvelt að komst inn í bogfimina og fólk missir sig alveg í þessu, hehe.

Er kominn einhver formlegur opnunardagur þar sem þið byrjið að taka við almenningi?

Vonandi fljótlega eftir páskafrí, líkega verður opnað formlega eftir Íslandsmótið. En við vísum engum frá sem kemur og langar að kynnast íþróttinni.

Við hjá Archery.is vonum að þetta gangi sem best hjá þér og vonumst til að geta tekið fleiri viðtöl við þig í framtíðinni og séð framgöngu mála.