Merkilegir hlutir sem gerðust á Íslandsmótinu 2016

Skorin og úrslitin af Íslandsmótinu verða birt síðar (þegar ég er búinn að ná myndum af þeim 😉

Íslandsmet var slegið í Trissubogaflokki karla af bæði Guðjóni Einarssyni með 661 stig og Daníel Sigurðssyni 663 stig, metið var áður 660 stig frá Heimsmeistaramótinu í Danmörku 2015, hámarksstig eru 720 sem hægt er að fá í öllum flokkum, þar sem það er skotið 72 örvum og 10 er hæsta skorið sem hægt er að fá fyrir hverja ör.

Það var góð þáttaka í byrjendaflokkunum á þessu móti. Þeir sem hafa ekki keppt áður á Íslandsmóti mega keppa í fyrsta skipti í byrjendaflokki. Það voru 8 skráðir í byrjendaflokkana á mótinu.

Þetta er í fyrsta skipti sem að Íslendingur skorar yfir 600 stig á Íslandsmóti utanhúss í Sveigbogaflokki karla, Sigurjón Sigurðsson var með 603 stig.

Carsten Tarnow skaut 147 stig í útsláttakeppninni í trissubogaflokki karla og það er hæsta skor sem hann hefur skorað á sínum bogfimiferli sem eru 2-3 áratugir í Danmörku áður en hann flutti til Íslands. Það er einnig líklega hæsta skor sem Íslendingur hefur skorað í keppni utandyra. Í útsláttarkeppni trissuboga er skotið 15 örvum 10 eru hámarks stig per ör þannig að fullkomið skor er 150 sem er heimsmetið.

Íslandsmótið utanhúss var einnig qualification mót fyrir þá sem ætla að fara erlendis að keppa á kvóta mót eins og heimsmeistaramót

Mót sem margir voru að horfa til í qualification voru smáþjóðaleikarnir í San Marínó og efstu 3 einstaklingarnir í hverjum flokki hafa áunnið sér fyrsta rétt til að fara á það mót, þeir eru eftirfarandi í réttri röð.

Sveigbogi Karla.
Sigurjón Sigurðsson
Guðmundur Örn GuðjónssonHaraldur Gústafsson.

Trissubogi Karla.
Daníel Sigurðsson
Guðjóns Einarsson
Kristmann Einarsson

Trissubogi Kvenna.
Helga Kolbrún Magnúsdóttir
Margrét EinarsdóttirAstrid Daxböck

Sveigbogi Kvenna
Astrid Daxböck
Sigríður Sigurðardóttir
Guðný Gréta Eyþórsdóttir.

Ef þessir einstaklingar nýta sér ekki réttinn fellur hann til þess sem var í 4 sæti, og svo framvegis þar til öll kvóta sæti hafa verið fyllt.