Marín Aníta ver Íslandsmeistaratitilinn innandyra þriðja árið í röð eftir spennandi gull úrslitaleik sem endaði í bráðabana

Marín varði Íslandsmeistaratitil sinn innandyra þriðja árið í röð ásamt því að vera Íslandsmeistari í liðakeppni og silfur í blandaðri liðakeppni. Marín Aníta Hilmarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested mættust í gull úrslitum einstaklinga á Íslandsmeistarmótinu síðustu helgi. Valgerður tók fyrsta settið í leiknum og var staðan því 2-0, Marín tók næsta sett og jafnaði 2-2. Í þriðja settinu jöfnuð þær og staðan því 3-3. Í fjórða settið tók Vala 28-27 og staðan því 5-3 og Marín varð að vinna fimmtu og síðustu umferðina til þess að leikurinn færi í bráðabana. Marín náði því með glæsilegri grúppu og næstum fullkomið skor og endaði því leikurinn 5-5. Það þurfti því bráðabana til þess að ákvarða Íslandsmeistara sveigboga kvenna, ein ör keppandi sem hittir nær miðju vinnur. Marín skaut 10 og Valgerður skaut 8 og Marín varði því titilinn sinn aftur með naumum mun.

Guðný Gréta Eyþórsdóttir í SKAUST mætti Höllu Sól Þorbjörnsdóttir í BF Boganum í brons úrslitaleiknum. Leikurinn var gífurlega jafn og staðan eftir 4 af 5 settum var jöfn 4-4. Í síðasta settinu var það nokkurra millimetra munur á því að þær hefðu jafnað og þyrfti bráðabana til þess að ákvarða brons verðlaunahafa á Íslandsmeistaramótinu. En Guðný hafði síðasta settið 23-22 og endaði leikurinn 6-4 og Guðný tók bronsið heim.

Marín keppti einnig í gull úrslitum í blandaðri liðakeppni fyrir Bogann með Ragnari Þór Hafsteinssyni sem vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla. Þau mættu Skaust og leikurinn var jafn og skiptust liðin á að taka stig. Eftir að fjórum settum í liðakeppni var lokið var staðan jöfn 4-4 og því þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara. Lið Skaust hafði þar betur og skoraði 18 stig á móti 16 stig frá Boganum og tók Skaust því sigurinn. Skaust sló einnig Íslandsmet í blandaðri liðkeppni 50+ í sveigboga í undankeppni með 1040 stig.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.