Marín Aníta og Halla Sól með fullkomið skor í lok áramótamótsins og 2 Íslandsmet

Glæsilegur endir var á keppnisárinu 2019 en í síðustu umferð, í síðasta útslætti, á síðasta móti ársins skoruðu Marín Aníta báðar fullkomið skor 3 tíur. Staðan fyrir síðustu umferðina var 5-1 og endaði því 6-2 sigur fyrir Marín.

2 Íslandsmet voru slegin á mótinu.

Marín Aníta sló Íslandsmetið í U16 í síðasta sinn með 1 stigi 573 stig en hún átti metið áður.

Alexía Lív, Marín Aníta og Halla Sól settu U16 sveigboga kvenna liða met.

Þetta er í síðasta sinn sem áramótamótið verður haldið en Bogfimisetrid Youth Series mun taka við í framtíðinni.

Lítil þátttaka var á mótinu núna þar sem Youth Series mótaröðin var þá og þegar var komin í gang og áramótamótið var lítið auglýst. Rætt hafði verið um að fella áramótamótið niður, en ákveðið var að láta mótið standa þar sem nokkrir krakkar voru að falla upp um aldursflokk og þetta var því síðasta tækifærið fyrir þá að slá Íslandsmet í sínum flokkum. Sem kom sér vel fyrir Marín og Höllu en þetta var síðasta mótið þeirra í U16 flokki og þær slóu báðar U16 met á mótinu.

Hægt er að finna heildarniðurstöður hér.