Marín Aníta Hilmarsdóttir íþróttakona ársins í bogfimi 2020

Marín Aníta Hilmarsdóttir 16 ára í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi var valin bogfimikona ársins 2020. Marín sigraði allt með yfirburðum á Íslandsmótum innandyra á þessu ári og tók alla titla og verðlaun sem henni stóðu til boða. Hún vann Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki, U21 og U18 flokki ásamt því að sigra keppendur erlendis frá sem kepptu í alþjóðlega hluta íslandsmóts ungmenna í U18 og U21 flokki.

 

Marín var aðeins einum Íslandsmeistaratitli frá því að taka fullkomið ár í sveigboga kvenna, þar þurfti silfur að duga. Marín á fimm af sex íslandsmetum í U21, U18 og U16 flokkum og hún bætti bæði U18 og U21 utandyra metin á árinu. Ásamt því að bæta fjögur Íslandsmet í liðakeppni með sínu félagsliði.

Þetta var í fyrsta sinn sem Marín tók þátt á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki og fyrsta sinn sem hún er valin íþróttakona ársins í bogfimi.

Áætlað var að senda Marín á EM-, NM- og Evrópubikar ungmenna ásamt öðrum erlendum mótum. Því miður kom heimsfaraldur í veg fyrir það. Marín hefur sett sér markmiðið að ná sæti fyrir Ísland á Evrópuleika 2023. Gífurlega efnileg stúlka sem vert er að fylgjast með.

Dagur Örn Fannarsson var valinn íþróttamaður ársins í bogfimi, Marín og Dagur Örn kepptu og unnu saman Íslandsmeistaratitil í parakeppni félagsliða fyrir Bogfimifélagið Bogann á Íslandsmótinu utanhúss 2020. Það var í fyrsta sinn sem keppt var í parakeppni félagsliða á Íslandsmeistaramóti.

Þau voru einnig bæði í hæfileikamótun BFSÍ á árinu og náðu lágmörkum fyrir landslið/ungmennalandslið 2021.

Ýmsar fréttir um Marín á tímabilinu.

Viðtal við Marín á RÚV https://www.ruv.is/frett/2020/04/19/er-stundum-likt-vid-hroa-hott
https://archery.is/marin-anita-hilmarsdottir-islandsmeistari-i-sveigboga-adeins-16-ara-gomul/
https://www.mbl.is/sport/frettir/2020/03/16/taningar_stalu_senunni_um_helgina/
https://archery.is/marin-anita-med-nytt-islandsmet-572-stig-af-600-mogulegum/?fbclid=IwAR3IlLf3iAdXQxyut-P7cJ_lzEGve8LCmgonMI9QpZ2XmPGd8pJy0dsS2Ac
https://archery.is/marin-anita-hilmarsdottir-islandsmeistari-i-u21-og-u18-flokki-og-vann-bada-althjodlegu-titlana-a-opna-islandsmeistaramotinu-4-gu-af-4-mogulegum/

Einnig er hægt að finna fjölda af fréttum um Marín á archery.is