Marín Aníta Hilmarsdóttir Íslandsmeistari í U21 og U18 flokki og vann báða alþjóðlegu titlana á opna Íslandsmeistaramótinu. 4 gu!! af 4 mögulegum.

Marín Aníta Hilmarsdóttir í BF Boganum er tvíkrýndur Íslandsmeistari í U21 og U18 flokkum. Hún vann öll gullin á Íslandsmóti ungmenna í sveigboga kvenna. Hún vann einnig alþjóðlega hluta mótsinskeppendur kepptu.

Andstæðingur hennar í öllum keppnunum var Halla Sól Þornbjörnsdóttir úr BF Boganum. Sem er gífurlega vel gert hjá stelpunum að komast í gull úrslit í öllum sínum keppnum þar sem fleiri erlendir keppendur voru skráðir til keppni á Íslandsmóti U21 en Íslendingar. Stelpurnar 2 æfa saman og eru oftast mjög jafnar á mótum. Halla Sól er frekar nýlega byrjuð í bogfimi og þetta er hennar fyrsta stórmót en Marín hefur reynsluna af mörgum stórmótum innanlands og erlendis.

Sveigbogi U21 úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Vann Marín 6-2.

Sveigbogi U21 úrslit í alþjóðlega hluta mótsins var harður þar sem margir erelendir keppendur kepptu á mótinu. Top 4 keppendur halda áfram eftir undankeppni í útsláttarkeppni og Halla Sól náði inn með 4 hæsta skorið og Marín með annað hæsta skorið. 2 Færeyskar stelpur voru í 1 og 3 sæti í undankeppni. Báðar stelpurnar okkar unnu andstæðinga sína 6-0 í undankeppni. Halla Sól sló Tóra Dinna Reynskor frá Færeyjum út og Marín Aníta sló Rebekka Lindudóttir Olsen frá Færeyjum út. Í brons keppninni vann Rebekka 6-2 á móti Tóru. Í gull úrslitum vann svo Marín 6-0 á móti Höllu, en mótshaldarar gerðu mistök og settu keppendurnar á vitlaus skotmörk. Halla Sól átti að vera á skotmarki 1 og Marín Aníta á skotmarki 2. Þess vegna voru úrslitin birt vitlaus í beinu útsendinguni.

Sveigbogi U18 úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Halla Sól var með hærra skor í undankeppni á þessum hluta mótsins en í gull úrslitum náði Marín yfirhöndinni og vann 7-1. Lilja Dís Kristjánsdóttir í Skotfélagi Ísafjarðar tók bronsið.

Sveigbogi U18 open international. Við vorum mjög ánægð að sjá Íslensku stelpurnar vinna sína útslætti og að úrslitin væru Ísland vs Ísland. Færeysk stelpa tók brons í þessum hluta mótsins. Halla Sól var með hærra skor í undankeppni á þessum hluta mótsins og í gull keppni voru báðar stelpur jafnar í skori en Marín vann á lotu stigum 6-4.

Marín og Halla kepptu einnig saman í liðakeppni í U21 sveigboga kvenna á móti Færeyjum hægt er að lesa meira um það hér.

Á Íslandsmótum  ef að alþjóðlegir keppendur keppa á mótinu er útsláttarkeppni skipt í 2 hluta eftir undankeppni. Alþjóðlega hluta þar sem alþjóðlegir keppendur geta keppt og Íslenska hluta þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitil. Ef engir alþjóðlegir keppendur eru skráðir til keppni er bara 1 útsláttarkeppni um Íslandsmeistaratitil.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.