Lokaniðurstöður og fréttir EGP Romania Bucharest

Þá eru niðurstöðurnar ljósar fyrir European Grand Prix leg2 2017 í Bucharest Rúmeníu.

Niðurstöðurnar er hægt að finna allar hér.

http://www.archeryeurope.org/index.php/events/2017-wae-events/egp2-bucharest-2017

https://worldarchery.org/competition/17118/european-grand-prix-2017-leg-2#/

Fréttnæmt sem gerðist á mótinu er:

1. Raggi sólbrann í drasl, hann verður rauður í margar vikur eftir mótið eins og Einar og Óli í Póllandi.

2. Ísland er komið í top 50 í heiminum í compound og recurve mixed team og í 20.sæti í evrópu í compound mixed team og 22.sæti í evrópu í recurve mixed team. Það eru 150 þjóðir sem eru meðlimir af worldarchery. Við erum að vinna okkur upp listann 🙂

3. Frábært veður allann tímann sól og blíða lítill vindur en alltaf eitthvað smá og vindurinn breyttist hratt. Nema þegar liðið fór niður í bæ á föstudagskvöldið, þá ringdi crazy mikið í 5 mínútur með þrumu og eldingum og við þurftum að vinda fötin þegar við fórum til baka á hótelið.

4. Astrid og Raggi unnu fyrstu sveigboga útsláttarkeppnina sína með einnar örvar útslætti. Astrid vann með X vs 10 og Raggi vann 9 vs 7. Miðað við skor úr undankeppni voru þau bæði underdogs í keppnunum sínum. Gummi sat hjá í fyrstu umferðinni af sveigboga og trissuboga karla.

5. Gummi var skipaður af organizers og Ianseo gaurunum Marco og Ardingo sem commentator fyrir alla medalíu útslættina (nei honum var ekki gefið val). Hann var líka almennt silly á öllum myndum…. eða bara almennt silly.

6. Því miður var fyrsti útslátturinn í compound kvenna ísland vs ísland þar sem Ewa vann Astrid. Ewa fór á sólarströnd við svartahafið að slaka á eftir það.

7. Því miður var Tryggvi ekki nóg of heilbrigður til að fara í ferðina. Mér skylst að hann hafi lent á sjúkrahúsi aftur með nýrnasteinakast. Óskum honum von um bata og sjáum hann vonandi á mótum síðar.

8. Þetta eru hæstu sæti sem Ísland hefur náð í sveigboga og trissuboga mixed team. Ásamt því er þetta hæsta sæti sem náðst hefur af Astrid í sveigboga kvenna og Ewa hefur náð í trissuboga kvenna og Gummi í trissuboga karla á alþjóðlegum mótum.

9. Í síðasta gull medalíu recurve útslættinum var jafntefli 5-5 í shoot offinu skutu báðir bogamennirnir 9 nákvæmlega jafn langt frá miðju og það þurfti að skjóta annari ör til að ákvarða sigurvegarann. Það gerist næstum aldrei og er því þess virði að kíkja á það. https://m.youtube.com/watch?list=PLOWL7tOuE9CWL18TJYizhwEpU3b9Exdyd&v=i2E8CKjsVtE

10. Fáránlega skemmtileg ferð og okkur hlakkar til að fara næst til Rúmeníu á European Grand Prix 2019.

Breytingar á heimslista er hægt að finna hér fyrir neðan.

COMPOUND MIXED TEAM
43 46 ICELAND ISL flag 27.975
BUCHAREST ROU flag 21.05.17 6 12.600
LEGNICA POL flag 29.04.17 9 9.600
SOFIA BUL flag 16.04.16 7 5.775
NOTTINGHAM GBR flag 29.05.16 20 0.000
RECURVE MIXED TEAM
50 60 ICELAND ISL flag 30.300
BUCHAREST ROU flag 21.05.17 8 17.500
LEGNICA POL flag 29.04.17 9 12.800
NOTTINGHAM GBR flag 29.05.16 29 0.000
COPENHAGEN DEN flag 02.08.15 59 0.000
RECURVEMEN
254 251 SIGURJON SIGURDSSON ISL flag 12.700
297 290 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 10.400
579 0 RAGNAR THOR HAFSTEINSSON ISL flag 2.700
579 556 INGOLFUR RAFN JONSSON ISL flag 2.700
579 556 EINAR HJORLEIFSSON ISL flag 2.700
579 556 OLAFUR GISLASON ISL flag 2.700
657 622 CARLOS GIMENEZ ISL flag 2.000
753 716 CARSTEN TARNOW ISL flag 0.000
RECURVEWOMEN
182 252 ASTRID DAXBOCK ISL flag 16.500
561 539 OLOF GYDA RISTEN SVANSDOTTIR ISL flag 0.000
561 539 SIGRIDUR SIGURDARDOTTIR ISL flag 0.000
COMPOUNDMEN
122 117 GUDJON EINARSSON ISL flag 20.450
198 256 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 12.150
474 454 KRISTMANN EINARSSON ISL flag 3.500
474 454 DANIEL SIGURDSSON ISL flag 3.500
511 495 MACIEJ STEPIEN ISL flag 2.700
511 495 RUNAR THOR GUNNARSSON ISL flag 2.700
COMPOUNDWOMEN
97 98 ASTRID DAXBOCK ISL flag 26.200
157 267 EWA PLOSZAJ ISL flag 13.200
191 183 HELGA KOLBRUN MAGNUSDOTTIR ISL flag 10.300
191 183 MARGRET EINARSDOTTIR ISL flag 10.300
278 267 GABRIELA IRIS FERREIRA ISL flag 4.800

 

RECURVEMEN
62 61 ICELAND ISL flag 11.550
COMPOUNDMEN
58 59 ICELAND ISL flag 10.500
COMPOUNDWOMEN
30 30 ICELAND ISL flag 32.850

 

Smá upplýsingar sem ég fékk frá worldarchery europe á meðan ég var þarna er að það verður í framtíðinni bara 1 European Grand Prix á þeim árum þar sem er European championships utandyra. Þannig á næsta ári verður bara eitt European grand prix sem verður haldið í Sofia Búlgaríu.

Vonumst til að sjá sem flesta íslendinga þar líka.

Næsta mót framundan eru smáþjóðaleikarnir og Antalya eftir viku.

Sjáumst þá 🙂