Logo keppni fyrir Bogfiminefnd/samband ÍSÍ

Ákveðið hefur að setja af stað Logo keppni fyrir bogfiminefndina.
Eins og stendur er ekki til neitt logo fyrir bogfiminefnd/samband ÍSÍ. Þess vegna höfum við ákveðið að leita til ykkar og setja af stað smá keppni.

Frá og með 20.apríl til 20.júní munum við taka við hugmyndum frá öllum þeim sem vilja taka þátt. Það er ekkert takmark um hversu mikið er sent inn per einstaklin.

Það sem við viljum að komi fram í Logoinu er ísland og bogfimi. Þar sem við til eru margar tegundir af bogum er vert að vanda valið. En eins ber að hafa ýmislegt í huga.
Þetta er jú ólympísk íþrótt og byrjaði á langboga. Sveigbogi er í dag eini ólympíski boginn en það er verið að reyna að koma trissuboganum inn.  Þess vegna þarf að vanda gerð merkis fyrir bogfimi sem mun vera merki sambandsins.

Endilega sendið inn til okkar logo á bogfimimot@gmail.com

Þetta logo mun prýða landsliðin okkar þegar farið verður erlendis og mun vera notað í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu utanhúss í Danmörku í sumar.

Fyrir hönd bogfiminefndar ÍSÍ,

 

Margrét Einarsdóttir
Formaður Bogfiminefndarinnar