Krakkar á uppleið í bogfimi.

Það var mikið um góðann árangur á Bogfimisetrið Youth Series í dag.

Oliver Ormar Ingvarsson var aðeins 9 stigum frá Íslandsmetinu í sveigboga U21 karla, með skorið 528 (metið er 536). Það er annað hæsta skor í U21 flokki sveigboga karla frá upphafi.

Marín Aníta var 6 stigum frá Íslandsmetinu í sveigboga kvenna U21 hún skoraði 486 en metið er 491 stig. Hún ætlaði eigna sér öll metin innandyra í sveigboga yngri flokkum en hún á U16 og U18 metin en ekki U21 metið. Enþá…

Halla Sól skoraði 530 stig aðeins 5 stigum frá gamla Íslandsmetinu í U16 sveigboga kvenna sem var 6 ára gamalt met og Marín nýbúin að slá það. Ef minnið virkar rétt er það 3 hæsta skor frá upphafi í U16 sveigboga kvenna.

Illugi Vilhelmsson var 18 stigum frá nýju Íslandsmeti í U16 berboga karla með skorið 432 en metið er 449. Hann var að keppa á sínu fyrsta móti.

Eowyn setti Íslandsmet í U18 trissboga kvenna með skorið 575, en þetta var í fyrsta sinn sem hún keppti á 60cm skífu eftir að breytt var úr 40cm skífu í 60cm skífu fyrir U18 flokk.

Pétur, Agata og einhverjir 7 aðrir krakkar skoruðu personal best.

Daníel Már með Íslandsmet sem er fjallað um í sér grein

Nói Barkars með monster Íslandsmet sem er fjallað um í sér grein

Ísold Alba að keppa á sínum fyrstu 2 mótum og tekur 2 Íslandsmet í röð, sem verður fjallað um síðar.