Jón Eiríksson

Þú heitir?
Jón Eiríksson

Við hvað starfaðu?
Tæknimaður hjá Tryggingastofnun

Menntun þín?

Framhaldsskóli

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Mosfellsbæ en fæddur og uppalinn í Reykjavík

Uppáhalds drykkurinn?
Það sem er í glasinu hverju sinni

Ertu í sambandi?
Nei

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Frá 1974 með hléum – seinustu 15 árin eða svo verið í dómgæslu og mótastjórnun.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Bogfimifélaginu Boganum

Hver er þín uppáhalds bogategund?

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
PSE trissubogi mig mynnir að hann sé 32 pund

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Þegar ég kom á Malmö Open 1992 nánast óæfður og vann 1. sætið í B. klassa

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Það er svo ótalmargt sem má gera betur, það þarf fólk sem er viljugt til að starfa í kringum mót og þess háttar viðburði við sem höfum verið í að stýra mótum höfum nær alltaf verið of fáliðuð.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Greinin er bara á uppleið og ef fer fram sem horfir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af framtíðinni.

Hver er þinn helsti keppinautur?
Á enga eins og er er ekki það mikið að skjóta.

Hvert er markmiðið þitt?
Að íþróttagreinin eflist enn frekar.

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Þegar ég náði mínum besta árangri vissu fæstir hér á landi hvað bogfimi var en mig mynndir að það sé rétt um 500 stig á sveigboga þetta persónulega met setti ég í Stokkhólmi einhverntíma milli 1980 til 1990

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Verið dugleg að æfa og leggið áherslu á að ná réttum handbrögðum við að skjóta.