Izaar ver Íslandsmeistaratitillinn í berboga

Izaar Arnar Þorsteinsson í íþróttafélaginu Akur á Akureyri varði í dag Íslandsmeistaratitilinn í berboga karla með 7-3 sigri í úrslitum.

Andstæðingur Izaar í úrslitum var Ólafur Ingi Brandsson úr BF Hróa Hetti sem fékk því silfur á mótinu. Izaar vann titilinn utandyra 2020 í brjáluðu roki en andstæðingur hans í gull úrslitum 2020 var einnig Ólafur.

Haraldur Gústafsson í Skaust á Egilstöðum sigraði í brons úrslitaleik gegn Auðunn Andra Jóhannessyni úr BF Hróa Hetti.

Mótið var haldið á hamranesvelli í dag í ágætu veðri þó að það hafi verið í kaldari kantinum og vindurinn hafi sagt til sín nokkrum sinnum yfir daginn.