Izaar Arnar Þorsteinsson í ÍF Akur Íslandsmeistari í berboga karla, þetta er sjötti titill Izaars í röð frá árinu 2020

Izaar Arnar Þorsteinsson í íþróttafélaginu Akur keppti í gull úrslitaleik gegn Gumma Guðjónssyni úr Bogfimifélagainu Boganum. Izaar tók forystu í byrjun og vann fyrstu tvær umferðirnar var staðan því 4-0. Guðmundur tók svo næstu tvær umferðir og var staðan orðin jöfn 4-4 eftir fjórar umferðir. Izaar hafði svo betur í fimmtu og síðustu umferðinni með tvö stig yfir 15-13 og fékk Izaar því þau tvö stig og endaði leikurinn 6-4 og náði þá Izaar Íslandsmeistaratitlinum.

Í brons úrslitaleiknum mættust Sveinn Sveinbjörnsson í BF Boganum og Auðunn Andri Jóhannesson í Hróa Hetti. Auðunn tók fyrstu umferðina og var staðan 2-0 fyrir Auðunn. Sveinn tók svo næstu 3 umferðirnar og endaði leikurinn 6-2 og tók Sveinn hreppti því bronsið í berboga karla á Íslandsmeistaramótinu.

Í blandaðri liðakeppni kepptust Akur og Hrói Höttur í gull úrslita leiknum og Izzar var liðasmaður í liði Akurs í keppninni. Hrói Höttur voru hærri í undankeppni og slóu Íslandsmetið í blandaðri liðakeppni berboga með 822 stig og því ljóst að Akur þyrfti að berjast hart til að ná titlinum. Það hafðist þó ekki í þetta sinn og Hrói Höttur tók titilinn í blandaðri liðakeppni 6-0 og því Akur með silfur og Boginn með brons á Íslandsmeistaramótinu. Og Izaar tók silfur heim til viðbótar við titilinn sinn í berboga karla.

Izaar hefur unnið alla berboga karla Íslandsmeistaratitlana frá árinu 2020, þrjá innandyra titla, 2 utandyra titla og einn í víðavangsbogfimi.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.