Íþróttafélagið Akur tekur titilinn í trissuboga karla (Alfreð, Ásgeir og Þorsteinn) í úrslita leik gegn Bogfimifélaginu Boganum 220-216

Trissuboga karla lið Íþróttafélagsins Akurs vann Íslandsmeistaratitilinn í bogfimi félagsliðakeppni í trissuboga flokki í dag. Í liðinu voru Alfreð Birgisson, Ásgeir Ingi Unnsteinsson og Þorsteinn Halldórsson.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í úrslitakeppni félagsliða á Íslandsmeistaramóti Innanhúss og því settu félagarnir Íslandsmetið í trissuboga liða útsláttarkeppni. Félagsliðakeppni hefur verið partur af Íslandsmótum um nokkuð skeið en hafa verðlaun almennt verið veitt byggt á skorum úr undankeppni.

Íslandsmeistaramótið er haldið 26-27 nóvember 2021 í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík. Keppt var í trissuboga og berboga flokkum í dag og á sunnudaginn mun keppendur í sveigboga keppast um sína titla.

Á Íslandsmeistaramótum er keppt í þrem bogaflokkum, trissuboga, berboga og sveigboga. Flestir keppendur keppa aðeins í einum bogaflokki og hægt að hugsa um muninn á milli þeirra svipað og  handbolta, körfubolta og blak. Þetta eru allt boltaíþróttir þar sem hendur eru notaðar en flestir stunda aðeins eina af þeim. Einnig halda tvö efstu lið í kvenna og karla áfram í gull úrslit og einnig tvö efstu blönduð lið keppa einnig í gull úrslitum (mixed team).

Hægt er að finna heildarúrslit, dagskrá og tengt mótinu í skorskráningarkerfinu ianseo hér á ianseo.net

Sýnt var beint frá úrslitum dagsins í dag á Archery TV Iceland youtube rásinni hér https://www.youtube.com/watch?v=tK-6bqokdM4 og einnig verður sýnt beint frá mótinu á morgun í sveigboga á sömu youtube rás.