Íslendingar aldrei verið fleiri að keppa á alþjóðlegum mótum erlendis.

Aldrei áður hefur jafn mikið magn Íslendinga tekið þátt í alþjóðlegum mótum. Þetta er búin að vera gífurleg sprenging í íþróttinni, það voru skráðir 10 iðkenndur í bogfimi í ársskýrslu ÍSÍ árið 2012. Árið 2016 eru þeir farnir að nálgast 400 manns.

Með þessari gífurlegu sprengingu í iðkenndum hefur fylgt með að það eru nokkrir einstaklingar sem eru byrjaðir að skora töluvert hærra og það gerir af verkum að það er bara tímaspursmál hvenær við byrjum að vinna medalíur á alþjóðlegum mótum 😉

Ég reyni svo að muna að uppfæra þess grein jafnóðum og skorin eru ljós í hverri keppni fyrir sig (ef þú ert óþolinmóður og skorin eru ekki komin inn strax er hægt að finna skorin live á worldarchery.org)

Hérna er smá skemmtilegur listi yfir þá Íslendinga sem eru að fara að keppa í sumar og hvaða mótum þeir eru að fara að keppa á. Bæði svo að hægt sé að fylgjast með þeim og líka til að sjá hvað það er búin að vera mikil framþróun í Íþróttinni á stuttum tíma. Það er mikill áhugi fyrir því að keppa erlendis og vonandi eykst hann en meira í framtíðinni þar sem við erum ekki að fylla kvótann okkar á neinu móti nema Evrópumótinu þar sem við fyllum 3 mann kvótann okkar í öllum flokkum nema sveigboga kvenna.

Þetta verður gífurlega góð reynsla og mikið af samböndum sem munu verða til í þessum ferðum sem munu koma sér vel í framtíðinni fyrir íþróttina.

Það getur verið að það hafi eitthvað farið framhjá mér en þetta er samt orðinn flottur listi 😀

Svo hvetjum við sem flesta að skrá sig á World Cup Indoor mótin í vetur, til að fá meiri upplýsingar um þau mót er hægt að hafa samband við astrid@archery.is þar sem hún hafði mögulega áhuga á því að skipuleggja ferð til Marrakech Í Morocco á World Cup Stage 1 Indoor mótið (mótið er opið öllum sem vilja keppa, það er enginn kvóti eða hámarks sem við megum senda)

World Championship Ankara Turkey 2016

Guðmundur Örn Guðjónsson, Sveigbogi Karla.
Astrid Daxböck Trissubogi Kvenna.

European Para Championship France

Þorsteinn Halldórsson Trissubogi Karla opinn flokkur. (keppir einnig um sæti á mótinu til að komast á Paralympics 2016)

European Grand Prix stage 1 Bulgaria

Guðmundur Örn Guðjónsson, Trissubogi Karla.
Astrid Daxböck Trissubogi Kvenna.
Keppa einnig sem lið í Mixed Team keppni þar sem einn maður og ein kona í sama bogaflokki keppa

World Cup Outdoor stage 1 Shanghai China

Guðmundur Örn Guðjónsson, Trissubogi Karla.
Astrid Daxböck Trissubogi Kvenna.
Keppa einnig sem lið í Mixed Team keppni þar sem einn maður og ein kona í sama bogaflokki keppa gegn hinum löndunum.

European Championship 2016

Guðmundur Örn Guðjónsson, Sveigbogi Karla.
Sigurjón Atli Sigurðsson, Sveigbogi Karla
Carlos Gimenez, Sveigbogi Karla
Þeir 3 keppa einnig í liða keppni sveigboga karla (og í sér keppni um mögulegt sæti á ólympíuleikum 2016)

Guðjón Einarsson Trissubogi Karla
Kristmann Einarsson Trissubogi Karla
Daníel Sigurðsson Trissubogi Karla
Þeir 3 keppa einnig í liða keppni Trissuboga karla
Hæst skorandi í trissuboga karla keppir einnig með hæst skorandi úr trissuboga kvenna í liðakeppni sem kallast Mixed Team

Astrid Daxböck, Trissubogi Kvenna
Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Trissubogi Kvenna
Margrét Einarsdóttir, Trissubogi Kvenna
Þær 3 keppa einnig í liða keppni Trissuboga kvenna
Hæst skorandi í trissuboga karla keppir einnig með hæst skorandi úr trissuboga kvenna í liðakeppni sem kallast Mixed Team

World Cup Outdoor stage 3 Antalya Tyrklandi

Sigurjón Atli Sigurðsson Sveigbogi Karla

Australian Open

Helga Kolbrún Magnúsdóttir Trissubogi Kvenna.

World Master Games 2017 Nýja Sjálandi Auckland

Helga Kolbrún Magnúsdóttir Trissubogi Kvenna
Gunnar Þór Gunnarsson Trissubogi Karla
Rúnar Þór Gunnarsson Trissubogi Karla