Íslandsmót U16/U18 að byrja á laugardaginn. Áhorfendur ekki leyfðir en mögulegt að fylgjast með á ianseo.net og youtube rásinni

24 keppendur eru skráðir til keppni á Íslandsmót U16/U18 innandyra 2022 í fyrramálið. Nokkuð mikið var um að keppendur þyrftu að aflýsa þátttöku sinni vegna kórónuveirufaraldursins, í mun meiri mæli en á fyrri mótum.

Vegna kórónuveirufaraldursins og núverandi ástands hefur BFSÍ ákveðið að leyfa ekki áhorfendur á mótinu og setja takmörk á fjölda þjálfara (starfsmanna) sem geta verið á staðnum á meðan mótið er í gangi.

Það er alltaf ánægjulegt að sjá nýja iðkendur taka þátt í fyrsta sinn, allir þátttakendurnir eru sigurvegarar fyrir það eitt að taka þátt í mótinu í augum eldri keppenda.

Fjölskyldumeðlimum og öðrum áhugasömum er bent á að fylgjast með mótinu á úrslita síðu mótsins á ianseo.net eða á beinu streymi á archery tv Iceland youtube rásinni þar sem einnig er mögulegt að sjá úrslit mótsins jafnóðum og þau gerast.

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=9839

https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Skipulag (dagskrá) mótsins er einnig hægt að finna á ianseo.net. En í stuttu máli hefst undankeppni um 10 leitið, undanúrslit um 13:40 og svo gull úrslita leikir frá 16-17.

Á sunnudaginn 30 janúar hefst svo Íslandsmót U21 innandyra sem verður einnig streymt beint á youtube rásinni og mögulegt að fylgjast með úrslitum á ianseo.net

Við óskum keppendum góðs gengis og að muna að tilgangur þess að taka þátt í mótum er að hafa gaman af því, þeir sem gera það enda alltaf á því að ganga út sem sigurvegarar 😉