Íslandsmeistaramótinu Utanhúss 2017 Sunnudagur Lokaúrslit

Útsláttarkeppni í Opnum flokkum kláruðust í dag og þar með er Íslandsmótinu utanhúss 2017 lokið.

Ekki er hægt að segja að hafi verið gott veður þar sem það var tölvuverður vindur og fauk skotklukkan um koll ásamt keppnis búnaði og fleiru. Vindsokkurinn sem var á svæðinu stóð beinn til hliðar eins og hann væri úr steypu. Samt var sól, lítið skýjað og flott veður að öðru leiti mestann tímann. Klassískt Íslenskt gluggaveður.

Eftir hádegi voru útslættir kláraðir í Trissuboga Kvenna og Sveigboga Karla og svo Trissubogi Karla og Sveigbogi Kvenna rétt eftir hádegi.

Hægt er að finna nákvæm úrslit hér http://www.ianseo.net/Details.php?toId=2876

Einnig var keppt í fyrsta skipti í liðakeppni á þessu Íslandsmeistaramóti.

Lið samanstendur af 3 einstaklingum í sama bogaflokki úr sama félagi. Aldur, kyn, fjarlægð og skífustærð skiptir ekki máli.

Úrslitin úr liðakeppni voru eftirfarandi.

Liðakeppni
Sveigbogi Stig Heild Úrslit
Freyja 1 Sigurjón Atli Sigurðsson 581 1596 Gull
Ragnar Þór Hafsteinsson 463 Gull
Carlos Gimenez 552 Gull
Stig Heild Úrslit
Skaust Haraldur Gústafsson 577 1469 Silfur
Guðný Gréta Eyþórsdóttir 310 Silfur
Þorsteinn Ivan Bjarkason 582 Silfur
Stig Heild Úrslit
Boginn Guðmundur Örn Guðjónsson 577 1388 Brons
Astrid Daxböck 420 Brons
Einar Hjörleifsson 391 Brons
Stig Heild Úrslit
Freyja Sigríður Sigurðardóttir 451 768 4.sæti
Benedikta Dagsdóttir 176 4.sæti
Árný Thelma Laufeyjardóttir 141 4.sæti
Trissubogi Stig Heild Úrslit
Boginn 1 Astrid Daxböck 572 1788 Gull
Guðmundur Örn Guðjónsson 645 Gull
Rúnar Þór Gunnarsson 571 Gull
Stig Heild Úrslit
Freyja Helga Kolbrún Magnúsdóttir 629 1687 Silfur
Arnar Sveinsson 544 Silfur
Snorri Hauksson 514 Silfur
Stig Heild Úrslit
Boginn Guðjón Einarsson 658 1615 Brons
Margrét Einarsdóttir 552 Brons
Gabríela Íris Ferreira 405 Brons
Stig Heild Úrslit
Freyja 1 Sveinn Stefánsson 508 1564 4.sæti
Eowyn Maria Mamalias 558 4.sæti
Nói Barkarson 498 4.sæti

Ianseo skorskráningarkerfinu líkaði illa við liðakeppnina og þetta var fyrsta tilraun til að vera með blandaða liðakeppni af þessu tagi á Íslandi og því frábær reynsla fyrir fólkið sem vann við mótið. Þess vegna eru Úrslitin hér fyrir ofan tekin úr excel skjali sem er einnig að finna á úrslita síðu mótsins. Það gleymdist líka að láta búa til medalíur fyrir liðakeppnina og verða þær því sendar hverju Félagi sem vann medalíuna, keppendurnir geta sótt medalíurnar til formanna sinna.

Gummi pantaði bara eitt sett af medalíum, semsagt eitt gull, eitt silfur og eitt brons fyrir hvorn bogaflokk. Það var svolítið erfitt að stinga þrem hausum í sama medalíuborðann þannig að við bendum Gumma á að panta 3 medalíur af því að það eru 3 í liði. Medalíurnar ættu að vera tilbúnar seinni part næstu viku.

Við vonumst til þess að geta bætt við liðaútsláttarkeppni á Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2017 í mars 2018.

Úrslit úr einstaklingsgreinum í opnum flokki.

Sveigbogi Karla
Sigurjón Atli Sigurðsson Gull
Haraldur Gústafsson Silfur
Ragnar Þór Hafsteinsson Brons

Trissubogi Kvenna
Helga Kolbrún Magnúsdóttir Gull
Astrid Daxböck Silfur
Margrét Einarsdóttir Brons

Sveigbogi Kvenna
Astrid Daxböck Gull
Sigríður Sigurðardóttir Silfur
Guðný Gréta Eyþórsdóttir Brons

Trissubogi Karla.
Guðjón Einarsson Gull
Guðmundur Örn Guðjónsson Silfur
Maciej Stepien Brons

 

Mikið var um forföll og því aðeins lægri þáttaka en venjulega í fullorðinsflokkum á mótinu.

Í sveigbogaflokkunum sýndi Haraldur Gústafsson flotta takta og sýndi það með skorinu 577 í undankeppninni og með því að taka Silfur á Íslandsmótinu núna að hann átti heima á Smáþjóðaleikunum sem voru fyrir stuttu, þar sem hann vann Brons medalíu með Sigurjóni og Guðmundi sem voru jú allir í 3 efstu sætunum á mótinu með nánast sama skor í undankeppni. Þessi uppröðun er nákvæmlega sama uppröðun á síðasta Íslandsmóti þar sem Sigurjón var í fyrsta, Guðmundur í öðru og Haraldur í þriðja. Það er gleðilegt að sjá skorið hans Halla hækka hægt og rólega, maður á leiðinni upp, kannski sjáum við hann yfirtaka Gumma og Sigurjón einhvern daginn. Sveigboga konurnar voru ekki að skjóta sitt besta á mótinu (enda voru veður aðstæðurnar ekki góðar) en Astrid átti flotta fyrri umferð og Sigga átti flotta seinni umferð. Það gekk allt á afturfótunum hjá Guðnýu og hún skoraði 111 stigum lægra skor í undankeppninni núna en hún gerði á Smáþjóðaleikunum. Sigga skoraði 6 stigum hærra en á Smáþjóðaleikunum og Astrid 48 stigum lægra en á Smáþjóðaleikunum (sökum vandræða í seinni umferð). Ekki hugsa um þetta Guðný þú vannst brons í einstaklingskeppni og Silfur í liðakeppni (sem þú átt eftir að fá) og ert Íslandsmeistari innandyra, það eiga allir svona daga.

Trissubogaflokkarnir voru frekar slappir að þessu sinni, Helga var meidd á öxl eftir að aðstoða við fluttninga, Guðjón, Astrid og Margrét voru lítið búin að æfa fyrir mótið sökum vinnu og leti, urrr ;). Gummi var að keyra mótið áfram á sama tíma og hann var að keppa (þó á Ólafur Gíslason heiðurinn af því að vera SkorMan á Laugardaginn). Eina undatekningin frá þessu var Maciej sem kom sterkur inn, hækkaði skorið sitt frá því áður og náði þriðja sæti í undankeppni.

Það munaði ekki miklu á því að Maciej kæmist í Gull medalíukeppnina en í undanúrslitum (semi-finals) lenti hann á móti Guðmundi og sá útsláttur endaði í jafntefli 134-134 og þurfti því eina ör til að ákvarða sigurvegarann. Sá sem er nær miðju er sá sem vinnur, það fást 40 sekúndur til að skjóta örinni. Skotklukkan hafði bilað fyrr um daginn og því var aðeins hægt að sjá skotklukkuna á tölvuskjánum sem sneri að keppendum og var erfitt að sjá á, því var tekið á það ráð að skotstjóri teldi niður, 30 sekúndur og svo teldi niður frá 10.9.8.7…. Maciej og Guðmundur stigu á línuna, Gummi dró upp bogann en það var vindur sem ýtti honum út um allt og hann setti bogann niður, Maciej gerði ekkert beið bara. Gummi dró upp aftur og vindurinn var aftur að ýta honum út um allt, Gummi sá að Maciej var ekki búinn að draga upp bogann sinn og það var enginn að telja niður tímann og gerði því ráð fyrir því að það væru að allra minnsta kosti 10 sekúndur eftir á klukkunni þannig að hann setti bogann niður og kíkti á klukkuna og sá að það voru 4 sekúndur á klukkuni og ekki nægur tími til að skjóta ör, Maciej gerði ekkert. Þannig að þessi æsispennandi útsláttur endaði með því að hvorugur maðurinn skaut ör og voru því jafnir með miss jafn langt frá targetinu (50 metra frá því). Því þurfti að skjóta annari ör til að leyst útsláttinn (þó að hinni örinni hafi ekki verið skotið) þar sem Gummi skaut í X10 og Maciej skaut í 6. En það mátti ekki miklu muna að Maciej hefði keppt um Gullið, en hann vann bronsið með jafnmörgum stigum og Guðjón vann Gullið með 134 stig báðir og því hefði Maciej verið að keppa um Gull hefðu þeir farið í einnar örvar útslátt (aftur).

Gummi hætti við útsláttarkeppni í sveigboga á Sunnudeginum til að leysa af í rafrænaskorskráningarkerfinu, dómgæslu og skotstjórn. Hann hefði líklega geta keppt og gert þetta allt en hefur ekki nægilegt sjálfstraust enþá til að keyra Ianseo og keppa ef það skyldu koma upp vandamál. Margrét ákvað einnig ekki að taka þátt í útsláttarkeppninni vegna persónulegra ástæðna. Valur Pálmi var með lungabólgu. Ólafur Gísla var með einhverja pest og ákvað að keppa ekki en þraukaði þó laugardaginn, þó hann hefði líklega ekki átt að gera það heilsunar vegna. Ingólfur var að vinna alla helgina.

Það var mikið af fastafólkinu sem komst ekki á mótið og við söknuðum þeirra, en það var líka gaman að sjá mörg ný andlit. Vonumst til að sjá ykkur öll á næsta Íslandsmóti sem verður innanhúss í Bogfimisetrinu í Mars og á Íslandsmeistarmótinu Utanhúss 2018 verður haldið á Austurlandi í samstarfi við SKAUST og er undirbúningur á því móti hafinn.

Það er orðrómur um það að Íslandsmótið utanhúss 2019 verði mögulega haldið á Stóra Núpi nálægt Selfossi á flottu svæði á vegum Gunnars.

Til hamingju allir og takk fyrir að taka þátt og hjálpa til. Öll hjálp er velþegin.