Íslandsmeistaramótið Innanhúss 2017

Íslandsmótið innanhúss 2017 verður haldið í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 104 Reykjavík.

Dagsetning mótsins er helgina 17-19 mars 2017.

Allir eru hvattir til að taka þátt, mótið er gert til að hafa gaman af því 🙂

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir, fólkið sem heldur mótið er mjög hjálpsamt og allir ánægðir að sjá nýtt fólk vera með.

Þeir sem eiga ekki boga sjálfir geta fengið lánaðann viðar húsboga og örvar í Bogfimisetrinu þar sem mótið er haldið 🙂

Nákvæmt skipulag fyrir Íslandsmótið Innanhúss er hægt að finna hér http://archery.is/prufa/wp-content/uploads/2017/01/ICEIN17-CompleteSchedule.pdf

Aldursflokkar eru.
Opinn flokkur (allur aldur)
E-50 (50 ára á árinu og eldri) Master
U-21 (20 ára á árinu og yngri) Junior
U-18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet
U-15 (14 ára á árinu og yngri) Nordic Cadet (engin útsláttarkeppni, hæsta skor vinnur, efstu 3 fá gull silfur og brons, allir fá þáttöku verðlaun)
U-12 (11 ára á árinu og yngri) Cub (engin útsláttarkeppni, hæsta skor vinnur, efstu 3 fá gull silfur og brons, allir fá þáttöku verðlaun)
Byrjendaflokkur (yfir 21 árs sem eru að taka þátt í fyrsta skipt á Íslandsmeistarmóti innanhúss)

Aldurinn miðast semsagt við árið sem einstaklingurinn er fæddur, ekki við fæðingardaginn.

Keppnisvegalengdir og skotskífustærðir eru eftirfarandi.
Opinn flokkur, E-50, U-21 og U-18 keppa á 18 metrum á 40cm triple skífu 6-10
U-15 og U-12 keppa á 12 metrum á 60cm fullri skífu stærð (1-10).
Byrjendaflokkur keppir á full face 40cm (1-10)skífu á 18 metrum í bæði undankeppni og útslætti.

Bogaflokkar eru:
Sveigbogi
Trissubogi
Berbogi (sigtislausir bogar)
(Ath enginn útsláttur er hjá sigtislausum bogum, hæsta skorið í undankeppni sigrar samkvæmt worldarchery reglum. Allir berbogar keppa á fullri skífu stærð 40cm 1-10)

Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum (camo), ekki má vera í opnum skóm (eins og sandölum) og ekki í gallabuxum.

Við ætlum að reyna að nota Ianseo skorskráningarkerfi WorldArchery á Íslandsmótinu núna eins og við gerðum á Reykjavík International Games. En þar sem við erum ekki komin með mikla reynslu af kerfinu ætlum við ekki að skrá U-12, U-15 og byrjendaflokk í kerfið á meðan á mótinu stendur til að koma í veg fyrir mistök og læra betur á kerfið.

Við vonum að við náum að setja upp rafræna skráningu á skorum þannig að fólk geti fylgst með undankeppninni á netinu jafnóðum og úrslit verða ljós. Til þess þurfum við að finna um 10 android spjaldtölvur til að nota á mótinu. Ef þið eigið gamla spjaldtölvu sem ykkur vantar að losna við mundum við þiggja hana með þökkum.

Við ætlum ekki að nota rafræna skráningu þegar útsláttarkeppnin er í gangi á þessu móti til að koma í veg fyrir tafir á meðan við erum að læra betur á kerfið. En planið er að gera það næst, í raun taka bara eitt skref í einu á meðan við erum að koma world archery skráningar kerfinu í gang.

Ef þig vantar einhverjar viðbótar upplýsingar um mótið eða aðstoð við skráningu á mótið endilega hafðu samband við formann bogfiminefndar ÍSÍ president@archery.is . Við viljum fá sem flesta á mótið

This is the registration for the Icelandic National Championships indoor 2017
We welcome everyone that wants to participate from Iceland and other countries.
Information about the tournament in English can be found here http://archery.is/events/islandsmotid-innanhuss-2017-icelandic-championships-indoor/
Or contact the organizer president@bogfimi.is