Íslandsmeistaramótið 2017 Það rignir Íslandsmetum.

Í dag hófst keppni á Íslandsmeistaramótinu Utanhúss 2017 í bogfimi.

Fyrsta daginn kláruðu allir flokkar sína keppni nema opnu flokkarnir (Senior) í sveigboga og trissuboga, þeir klára útsláttarkeppni á morgun.

Keppni í öllum flokkum sem voru að skjóta í dag fer þannig fram að skotið er 72 örvum (skor 1-10 per ör), sá sem er með samanlögð hæstu stigin vinnur.

Hægt er að finna nákvæm úrslit hér í alþjóðlega skorskráningarkerfinu.

http://ianseo.net/Details.php?toId=2876

Í dag kláraðist keppni í aldursflokkum U-15, U-18(Cadet), U-21(junior) og E-50(masters). Einnig kláruðust allir berboga flokkar og byrjendaflokkar í dag.

Video af mótinu og verður hægt að finna hér eftir mótið https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

ÖLL Íslandsmetin í U-15 flokkunum voru slegin á mótinu sem sýnir vöxtinn á íþróttinni og að geta keppenda er að aukast.

Í Berbogaflokki karla og kvenna opnum flokki féllu einnig bæði Íslandsmetin á mótinu.

Bæði trissubogametin í U-18 flokki féllu líka á mótinu.

Það ringdi oft á keppendurnar á meðan á mótinu stóð og því hægt að segja að það hafi verið að “rigna Íslandsmetum ;)”

Í heildina eru 22 Íslandsmet utandyra sem hægt er að slá og það voru 8 Íslandsmet sem féllu á mótinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en það sé ótrúlegur árangur.

Það er gaman að sjá yngri flokkana og Berbogann taka kipp og ég geri ráð fyrir því að þessi met eigi eftir að hækka í framtíðinni. Líklega af sama fólkinu og sló metin núna.

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi verið fullkomið til að slá íslandsmet um morguninn, það bendir til þess að við séum að auka þátttöku í bogfimi og einnig er geta yngra fólksins okkar að aukast gífurlega.

Ekki er hægt að segja það sama með eldri flokkana í sveigboga og trissuboga sem skutu frekar lægri skor en venjulega. Veðrið eftir hádegi breyttist reyndar oft, hratt og mikið. En töluvert betri úrslit úr yngri flokkunum. Eiginlega bestu úrslit sem maður gæti ímyndað sér hjá þeim og við gætum ekki verið stoltari af þeim.

Íslandsmeistarar í sínum aldurs og bogaflokkum voru 13 í dag. Hægt er að sjá lista af þeim hér fyrir neðan.

Á morgun klárast keppni í opnu flokkunum og verða síðustu 4 Íslandsmeistararnir krýndir á þessu ári.

U-15 Íslandsmeistarar (í engri sérstakri röð)

  1. Íslandsmeistari U-15 Sveigbogi kvenna Árný Thelma Laufeyjardóttir (tók einnig Íslandsmetið)
  2. Íslandsmeistari U-15 Sveigbogi karla Þorsteinn Ivan Bjarkason (tók einnig Íslandsmetið)
  3. Íslandsmeistari U-15 Trissubogi kvenna Eowyn Marie Mamalias (tók einnig Íslandsmetið)
  4. Íslandsmeistari U-15 Trissubogi karla Nói Barkarson (tók einnig Íslandsmetið)

U-18 Íslandsmeistarar (í engri sérstakri röð)

  1. Íslandsmeistari U-18 Sveigbogi Benedikta Dagsdóttir (tók einnig Íslandsmetið)
  2. Íslandsmeistari U-18 Trissubogi karla Daníel Snorrason (tók einnig Íslandsmetið)
  3. Íslandsmeistari U-18 Trissubogi kvenna Gabríela Íris Ferreira (Margrétardóttir 🙂

Byrjendaflokkar Íslandsmeistarar (í engri sérstakri röð)

  1. Íslandsmeistari Byrjendaflokkur Sveigbogi Stuart Webb
  2. Íslandsmeistari Byrjendaflokkur trissubogi Hulda María Jensdóttir
  3. Íslandsmeistari Byrjendaflokkur Berboga Simone Schreiber

E-50 (masters) Íslandsmeistarar (í engri sérstakri röð)

  1. Íslandsmeistari E-50 (masters) Trissubogi Sveinn Stefánsson
  2. Íslandsmeistari Berboga E-50 Masters Daði Ragnarsson (tók einnig Íslandsmetið)

Íslandsmeistara í berboga Opnum flokki (senior) (í engri sérstakri röð)

  1. Íslandsmeistari Berbogi Opinn flokkur kvenna Inga Jóna Úlfarsdóttir (tók einnig Íslandsmetið)
  2. Íslandsmeistari Berbogi Opinn flokkur karla Daði Ragnarsson (tók einnig Íslandsmetið)

Það á eftir að uppfæra Íslandsmetaskránna með úrslitunum. Það verður vonandi klárað á næstu dögum.

Við óskum þeim sem slóu Íslandsmet og unnu Íslandsmeistaratitla á mótinu innilega til hamingju.

Þeir sem slóu Íslandsmet geta haft samband við gummi@bogfimisetrid.is til að fá formlegt undirritað viðurkenningar skjal frá Bogfiminefndinni um árangurinn.

Ég mæli með því að gera það. Það er frábær minning til að eiga og það er ekki oft sem maður slær Íslandsmet.

Það er bara hægt að slá Íslandsmetið ákveðið oft áður en skorið verður fullkomið og óbrjótanlegt.

Einnig voru 2 þáttakendur að keppa á mótinu sem að mega ekki vera Íslandsmeistarar (til að geta orðið Íslandsmeistari í einstaklingsgreinum þarf viðkomandi að hafa búið á Íslandi í að lágmarki þrjú ár, samkvæmt lögum ÍSÍ.). Þegar það gerist setjum við upp mót til hliðarvið Íslandsmeistaramótið sem við Köllum ICELAND ARCHERY OPEN.

Við gerum það einungis í flokkunum sem er skráning í. Að þessu sinni var það Berbogi Kvenna og Trissubogi kvenna.

Úrslit úr Iceland Archery Open:

Berbogi kvenna.

Gull Inga Jóna Úlfarsdóttir.

Silfur Simone Schreiber

Brons Aníta Sauckel.

Trissubogi kvenna.

Gull Helga Kolbrún Magnúsdóttir.

Silfur Ewa Ploszaj.

Brons Astrid Daxböck.

Hlökkum til að sjá alla á morgun um 12 leitið þegar lokakeppni hefst í opnu flokkunum og mótinu lýkur.

Kveðja Guðmundur Örn Guðjónsson varaformaður bogfiminefndar ísí.