Íslandsmeistaramót Innanhúss í bogfimi 2020 samantekt

Íslandsmeistaramótið innanhúss í bogfimi var haldið helgina 14-15 mars þar sem 40 bestu keppendur á Íslandi lögðu för sína í Bogfimisetrið í Reykjavík að keppast um Íslandsmeistaratitil í bogfimi.

Á laugardegi var keppt í trissuboga og berboga flokkum og á sunnudegi í ólympískum sveigboga.

Yngri keppendur sýndu gífurlega yfirburði á mótinu og það voru 5 af 6 Íslandsmeistaratitlum sem fóru til keppenda sem voru yngri en 21 árs.

Nói Barkarsson 16 ára, Marín Aníta Hilmarsdóttir 16 ára og Dagur Örn Fannarsson 18 ára voru öll frumkvöðlar, þar sem þetta var í fyrsta sinn sem keppandi sem er undir 21 árs vinnur Íslandsmeistaratitil í þeirra flokkum gegn reyndri keppendum. Eowyn Marie Mamalias 16 ára og Guðbjörg Reynisdóttir 20 ára vörðu titlana sem þær unnu 2019.

Þannig að ungmenna starf í bogfimi á Íslandi er sterkt og björt framtíð fyrir ný stofnað Bogfimisamband Íslands að búa til afreksfólk framtíðar í bogfimi.

7 Íslandsmet voru slegin á mótinu og 5 af þeim voru fyrir skor keppenda í U21 flokkum.

Sýnt var beint frá mótinu á “archery tv iceland” youtube rásinni. 

Þeir sem sýndu sérstaklega frábæra frammistöðu á mótinu voru:

Nói Barkarsson 16 ára í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi sem skoraði 581 stig í undankeppni trissuboga karla og hann er því meðal 2-3 í sögu íþróttarinnar á Íslandi sem hafa skorað yfir 580 stig af 600 mögulegum í trissuboga. Metið í U21 var 573 af 600 mögulegum sem er gífurlegt hopp í getu þar sem Nói átti það met sjálfur og setti það á Íslandsmóti ungmenna í febrúar. Nói sló einnig Íslandsmet í útsláttarkeppni og tók Íslandsmeistaratitilinn. Efstur, bestur og sló met í öllu í opnum flokki og aðeins 16 ára gamall. Er hægt að biðja um betri frammistöðu? Hægt er að sjá sér grein um hann hér https://archery.is/noi-barkarsson-kom-sa-og-sigradi-erfidann-trissuboga-karla-flokk/

Dagur Örn Fannarsson 18 ára í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi sem skoraði 544 stig í undankeppni sveigboga sem var hæsta skorið á mótinu. Það eru aðeins 2 Íslenskir keppendur undir 21 árs sem hafa skorað 540 eða hærra. Þetta var í fyrsta sinn sem dagur keppir á Íslandsmeistaramóti í opnum flokki. Í undanúrslitum vann Dagur sigur gegn Ragnari Þór Gunnarssyni úr BF Boganum sem átti titilinn og í úrslitum vann Dagur sigur á Guðmundi Smára Gunnarssyni úr UMF Eflingu sem er margfaldur Íslandsmeistari innandyra. Andstæðingar Dags voru því enginn lömb að leika sér við, en þrátt fyrir það vann Dagur alla leikina af miklu öryggi og tapaði varla stigi. https://archery.is/dagur-orn-fannarsson-islandsmeistari-bogfimi/

Keppnin:

Byrjað er á undankeppni. Þar er skotið 60 örvum og keppendum raðað eftir skori. 10 er hámarksskor per ör. Eftir undankeppni halda 8 efstu keppendur í skori áfram í fjórðungsúrslit/útsláttarkeppni.

Berbogi úrslit:

Í berboga úrslitum kvenna varði Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti titil sinn frá 2019 gegn Birnu Magnúsdóttir úr BF Boganum. Valgerður Hjeltested tók bronsið.

Í berboga úrslitum karla tók Izaar Arnar Þorsteinsson úr ÍF Akur titilinn gegn verjandi titilhafa Ólafi Inga Brandsssyni úr BF Hróa Hetti. Tómas Tryggvasson í BF Boganum tók brons leikinn.

 

Trissubogi úrslit:

Í brons úrslita leik kvenna mættust Erla Marý Sigurpálsdóttir úr BF Hróa Hetti og Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur. Erla byrjaði sterk með fullkomna lotu og náði 2 stiga forskoti. Anna María vann niður forskotið í 3 lotu og tók á endanum leikinn og bronsið 140-138.

Í gull úrslita leik kvenna mættustu Eowyn Marie Mamalias úr BF Hróa Hetti og Ewa Ploszaj úr BF Boganum. Eowyn náði 4 stiga forskoti eftir fyrstu 2 loturnar, hélt því til enda og varði titil sinn frá 2019. Enda skorið var 139-135.

Í brons úrslita leik karla mættust Alfreð Birgisson ÍF Akur og Maciej Stepien úr BF Hróa Hetti. Alfreð átti sterkann leik gegn Maciej og vann bronsið örugglega 144-125.

Í gull úrslita leik karla mættust Nói Barkarson úr BF Boganum og Carsten Tarnow úr ÍF Akur. Gull leikurinn var mjög jafn, Carsten byrjaði 2 stigum yfir eftir fyrstu lotuna en Nói hélt stöðugu skori í gegnum leikinn og tók titilinn. Enda skorið var 141-140.

Sveigbogi úrslit:

Í brons úrslita leik kvenna mættust Halla Sól Þorbjörnsdóttir úr BF Boganum og Rakel Arnþórsdóttir úr ÍF Akur. Leikurinn var mjög jafn í gegnum allar loturnar eftir 5 og síðust lotu voru þær jafnar 5-5. Úrslit eru þá ákveðin með bráðabana þar sem skotið er 1 ör, hæst skorandi örin sigrar ef báðir keppendur fá sama skor þá vinnur sá sem er nær miðju. Halla og Rakel skutu báðar 9 en ör Höllu var 1,5 mm nær miðju og Halla tók því brons leikinn.

Í gull úrslita leik kvenna mættust Sigríður Sigurðardóttir úr BF Hróa Hetti og Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum. Sigríður var talin sigurstranglegri fyrir leikinn, hún byrjaði sterk og vann fyrstu lotuna. Marín vann svo næstu 3 lotur og tók því leikinn og titilinn 6-2.

Í brons úrslita leik karla mættust Tómas Gunnarsson úr UMF Eflingu og Ragnar Þór Hafsteinsson úr BF Boganum. Tómas tók fyrstu lotuna 2-0. Strákarnir jöfnuðu í annari lotu og leikurinn var mjög jafn á stigum. En Tómas var 1 stigi hærri í 2 lotunum og leikurinn endaði því með 6-2 sigri fyrir Tómas.

Í gull úrslita leik karla mættust Dagur Örn Fannarsson úr BF Boganum og Guðmundur Smári Gunnarsson úr UMF Eflingu. Strákarnir byrjuðu leikinn á jafntefli í fyrstu lotu 1-1. Dagur tók svo næstu 3 lotur af miklu öryggi og skoraði fullkomið skor í síðustu lotuni 10-10-10. Dagur Örn vann titil leikinn 7-1.